Rúmlega 500 tonn af flugeldum flutt inn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 19:46 Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru fimm hundruð og tvö tonn af flugeldum flutt inn þetta árið. Það má því segja að flugeldasala sé að taka við sér en tonnin voru fjögur hundruð á síðasta ári. Starfsmenn Landsbjargar voru í óðaönn að raða bombum í hillurnar í dag. Stór hluti flugelda sem landsmenn skjóta upp um áramótin verða keyptir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Salan hefst á morgun en í dag voru starfsmenn félagsins í óðaönn að raða í hillurnar á Flugvallarvegi. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir undirbúning ganga vel og úrvalið gott. Mikið sé í húfi enda stærsta fjáröflun félagsins. „Hún hefur gríðarlega mikið að segja,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Og stendur aðeins yfir í fjóra daga, þannig að það er mikið undir. Þetta hefur allt að segja fyrir okkur.“ Fleiri en Landsbjörg standa í flugeldasölu og þarf ekki annað en að fletta blöðunum í dag til að sjá það. „Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að þetta er fjáröflun björgunarsveitanna, við seljum flugelda til þess að geta haldið úti starfi allt árið.“ Flugeldarnir eru keyptir frá Kína en þar hefur verð farið hækkandi vegna verðbólgu. Flutningskostnaður hefur hækkað en Jón segir fríverslunarsamning við Kína gera það að verkum að verð haldist óbreytt milli ára. Ólöf Pálsdóttir hjá Landsbjörg hafði í nógu að snúast þegar fréttastofu bar að garði. Hún segir skotkökurnar með íslensku köppunum vera vinsælastar. „Þá sérstaklega Gunnlaugur Ormstunga, hann er mjög vinsæll.“ „Þetta er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fólk og langir vinnudagar. Og maður finnur mikinn stuðning frá fólki þegar það kemur hingað að kaup flugelda,“ segir Ólöf að lokum Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru fimm hundruð og tvö tonn af flugeldum flutt inn þetta árið. Það má því segja að flugeldasala sé að taka við sér en tonnin voru fjögur hundruð á síðasta ári. Starfsmenn Landsbjargar voru í óðaönn að raða bombum í hillurnar í dag. Stór hluti flugelda sem landsmenn skjóta upp um áramótin verða keyptir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Salan hefst á morgun en í dag voru starfsmenn félagsins í óðaönn að raða í hillurnar á Flugvallarvegi. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir undirbúning ganga vel og úrvalið gott. Mikið sé í húfi enda stærsta fjáröflun félagsins. „Hún hefur gríðarlega mikið að segja,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Og stendur aðeins yfir í fjóra daga, þannig að það er mikið undir. Þetta hefur allt að segja fyrir okkur.“ Fleiri en Landsbjörg standa í flugeldasölu og þarf ekki annað en að fletta blöðunum í dag til að sjá það. „Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að þetta er fjáröflun björgunarsveitanna, við seljum flugelda til þess að geta haldið úti starfi allt árið.“ Flugeldarnir eru keyptir frá Kína en þar hefur verð farið hækkandi vegna verðbólgu. Flutningskostnaður hefur hækkað en Jón segir fríverslunarsamning við Kína gera það að verkum að verð haldist óbreytt milli ára. Ólöf Pálsdóttir hjá Landsbjörg hafði í nógu að snúast þegar fréttastofu bar að garði. Hún segir skotkökurnar með íslensku köppunum vera vinsælastar. „Þá sérstaklega Gunnlaugur Ormstunga, hann er mjög vinsæll.“ „Þetta er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fólk og langir vinnudagar. Og maður finnur mikinn stuðning frá fólki þegar það kemur hingað að kaup flugelda,“ segir Ólöf að lokum
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira