„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 18:46 Hugleikur segir að sér finnist asnalegt að banna Blanc að koma til Íslands. Slíkt geri hann bara að píslarvotti. Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira