„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 18:46 Hugleikur segir að sér finnist asnalegt að banna Blanc að koma til Íslands. Slíkt geri hann bara að píslarvotti. Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira