„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 18:46 Hugleikur segir að sér finnist asnalegt að banna Blanc að koma til Íslands. Slíkt geri hann bara að píslarvotti. Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent