Innlent

Skipulagði ráðstefnu og lumar á ýmsum hugmyndum

Hrund Þórsdóttir skrifar
Mikið hefur verið rætt um styttingu framhaldsskólanáms en Unni Lárusdóttur fannst þó vanta faglegan vettvang fyrir umræðu. Hún tók því málið í eigin hendur og skipulagði upp á sitt einsdæmi, ráðstefnu um málið sem fór fram í Norðurljósasal Hörpunnar í dag.

„Í rauninni kviknaði hugmyndin í sumar þegar ég var í skóla í Bandaríkjunum, á vegum bandaríska sendiráðsins,“ segir Unnur. „Mér fannst áberandi vandamál að nemendur voru illa upplýstir um áhrif styttingarinnar og illa innvíklaðir í umræðuna.“

Þegar fréttamaður ræddi við Unni í dag hafði hún ekki tekið endanlega afstöðu til málefnisins en bjóst við að vita hvar hún stæði að umræðum á fundinum loknum. Hún segir mikla vinnu að baki og er þakklát fyrir stuðning við verkefnið.

Og eru einhver fleiri stór verkefni á döfinni hjá þér?

„Ég er með nóg af hugmyndum og held að ég muni alveg finna mér fleiri verkefni til að takast á við, en vonandi þá bara eftir jólaprófin,“ segir hún hlæjandi. „En það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ segir þessi kraftmikla unga kona að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×