Sport

Bardagi Gunnars Nelson í beinni - UFC á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stöð 2 Sport hefur gengið frá þriggja ára samningi við bardagasambandið UFC og er þar með ljóst að bardagi GunnarsNelson í London gegn Rússanum Omari Akhmedov 8. mars verður í beinni útsendingu.

„Það er mikið gleðiefni að búið sé að ganga frá samningum. Við keyrum þetta af stað með bardaga Gunnars Nelson 8. mars og aukum í framhaldinu umfjöllun um UFC verulega á Stöð 2 Sport,“ segir HjörvarHafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports.

Umfjöllun Stöðvar 2 Sports verður mikil en á ári hverju verða sýndir 18 bardagar frá Bandaríkjunum og sex alþjóðlegir bardagarsem haldnir eru t.a.m í London og í Dubai.

Allir bardagar sem Gunnar Nelson tekur þátt í verða í beinni útsendingu og til viðbótar verða sýndir 52 þættir á ári af UFC Now og tólf þættir af UFC Unleashed.

Einnig verða sýndir sjö sérstakir þættir um bardagamenn og annað í kringum bardagana.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra

Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir?

Gunnar Nelson æfir af kappi á Írlandi fyrir risabardaga

Okkar maður, Gunnar Nelson er staddur á Írlandi þar sem hann æfir fyrir bardagann gegn Rússanum Omari Akhmedov sem fer fram 8. mars. Hann kemur heim í næstu viku og heldur áfram æfingum hér á landi.

Utan búrsins: Gunnar Nelson

Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins?

ESPN spáir því að Gunnar Nelson slái í gegn í ár

Bardagakappinn Gunnar Nelson er að koma til baka eftir að hafa rifið liðþófa í hné á síðasta ári og fyrsti bardagi hans eftir meiðslin verður UGC-bardagi í mars á móti Omari Akhmedov frá Rússlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.