Gunnar Nelson æfir af kappi á Írlandi fyrir risabardaga Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. janúar 2014 11:30 Mynd frá bardaga Gunnars gegn Jorge Santiago á síðasta ári. nordicphotos/getty „Hann fór út til Írlands í byrjun janúar og var þá aðallega að fara þangað til að skipta um umhverfi og til að æfa með John Kavanagh,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelsons. Gunnar er nú í æfingaferð á Írlandi og æfir þar hjá þjálfaranum sínum, John Kavanagh. „John var að opna nýtt gym í Dublin og því kærkomið fyrir Gunna og breyta til og fara út,“ bætir Haraldur við. Gunnar æfir að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag, þá yfirleitt í hádeginu og svo aftur seinni partinn. Þar æfir hann undir leiðsögn þjálfara síns, en einnig er Conor McGregor, sem er einnig keppandi í UFC, að æfa með Gunnari. „John er líka aðalþjálfari McGregors. Mér skilst að þeir félagar hafi verið á sex tíma æfingu fyrir nokkrum dögum, þeir eru miklir pælarar báðir.“Gunnar Nelson og Conor McGregor.mynd/einkasafnHaraldur hittir son sinn í München á mánudag, þar sem Gunnar kemur fram á íþróttavörusýningu. Þeir koma svo báðir til Íslands á fimmtudaginn og þá halda æfingar áfram hér á landi. „Hingað til lands koma Írar sem æfa með Gunna og svo kemur John Kavanagh hingað um miðjan febrúar og tekur lokasprettinn með Gunnari,“ útskýrir Haraldur. Bardagi Gunnars fer fram í London þann 8. mars næstkomandi þar sem hann keppir á móti rússneska Sambó-meistaranum Omari Akhmedov.Nordic Photos / Getty Images Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira
„Hann fór út til Írlands í byrjun janúar og var þá aðallega að fara þangað til að skipta um umhverfi og til að æfa með John Kavanagh,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelsons. Gunnar er nú í æfingaferð á Írlandi og æfir þar hjá þjálfaranum sínum, John Kavanagh. „John var að opna nýtt gym í Dublin og því kærkomið fyrir Gunna og breyta til og fara út,“ bætir Haraldur við. Gunnar æfir að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag, þá yfirleitt í hádeginu og svo aftur seinni partinn. Þar æfir hann undir leiðsögn þjálfara síns, en einnig er Conor McGregor, sem er einnig keppandi í UFC, að æfa með Gunnari. „John er líka aðalþjálfari McGregors. Mér skilst að þeir félagar hafi verið á sex tíma æfingu fyrir nokkrum dögum, þeir eru miklir pælarar báðir.“Gunnar Nelson og Conor McGregor.mynd/einkasafnHaraldur hittir son sinn í München á mánudag, þar sem Gunnar kemur fram á íþróttavörusýningu. Þeir koma svo báðir til Íslands á fimmtudaginn og þá halda æfingar áfram hér á landi. „Hingað til lands koma Írar sem æfa með Gunna og svo kemur John Kavanagh hingað um miðjan febrúar og tekur lokasprettinn með Gunnari,“ útskýrir Haraldur. Bardagi Gunnars fer fram í London þann 8. mars næstkomandi þar sem hann keppir á móti rússneska Sambó-meistaranum Omari Akhmedov.Nordic Photos / Getty Images
Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira