Gunnar Nelson æfir af kappi á Írlandi fyrir risabardaga Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. janúar 2014 11:30 Mynd frá bardaga Gunnars gegn Jorge Santiago á síðasta ári. nordicphotos/getty „Hann fór út til Írlands í byrjun janúar og var þá aðallega að fara þangað til að skipta um umhverfi og til að æfa með John Kavanagh,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelsons. Gunnar er nú í æfingaferð á Írlandi og æfir þar hjá þjálfaranum sínum, John Kavanagh. „John var að opna nýtt gym í Dublin og því kærkomið fyrir Gunna og breyta til og fara út,“ bætir Haraldur við. Gunnar æfir að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag, þá yfirleitt í hádeginu og svo aftur seinni partinn. Þar æfir hann undir leiðsögn þjálfara síns, en einnig er Conor McGregor, sem er einnig keppandi í UFC, að æfa með Gunnari. „John er líka aðalþjálfari McGregors. Mér skilst að þeir félagar hafi verið á sex tíma æfingu fyrir nokkrum dögum, þeir eru miklir pælarar báðir.“Gunnar Nelson og Conor McGregor.mynd/einkasafnHaraldur hittir son sinn í München á mánudag, þar sem Gunnar kemur fram á íþróttavörusýningu. Þeir koma svo báðir til Íslands á fimmtudaginn og þá halda æfingar áfram hér á landi. „Hingað til lands koma Írar sem æfa með Gunna og svo kemur John Kavanagh hingað um miðjan febrúar og tekur lokasprettinn með Gunnari,“ útskýrir Haraldur. Bardagi Gunnars fer fram í London þann 8. mars næstkomandi þar sem hann keppir á móti rússneska Sambó-meistaranum Omari Akhmedov.Nordic Photos / Getty Images Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Sjá meira
„Hann fór út til Írlands í byrjun janúar og var þá aðallega að fara þangað til að skipta um umhverfi og til að æfa með John Kavanagh,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelsons. Gunnar er nú í æfingaferð á Írlandi og æfir þar hjá þjálfaranum sínum, John Kavanagh. „John var að opna nýtt gym í Dublin og því kærkomið fyrir Gunna og breyta til og fara út,“ bætir Haraldur við. Gunnar æfir að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag, þá yfirleitt í hádeginu og svo aftur seinni partinn. Þar æfir hann undir leiðsögn þjálfara síns, en einnig er Conor McGregor, sem er einnig keppandi í UFC, að æfa með Gunnari. „John er líka aðalþjálfari McGregors. Mér skilst að þeir félagar hafi verið á sex tíma æfingu fyrir nokkrum dögum, þeir eru miklir pælarar báðir.“Gunnar Nelson og Conor McGregor.mynd/einkasafnHaraldur hittir son sinn í München á mánudag, þar sem Gunnar kemur fram á íþróttavörusýningu. Þeir koma svo báðir til Íslands á fimmtudaginn og þá halda æfingar áfram hér á landi. „Hingað til lands koma Írar sem æfa með Gunna og svo kemur John Kavanagh hingað um miðjan febrúar og tekur lokasprettinn með Gunnari,“ útskýrir Haraldur. Bardagi Gunnars fer fram í London þann 8. mars næstkomandi þar sem hann keppir á móti rússneska Sambó-meistaranum Omari Akhmedov.Nordic Photos / Getty Images
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Sjá meira