45 prósenta aukning í borgaralegum fermingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:35 Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: "Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ MYND/SIÐMENNT 304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ Fermingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“
Fermingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira