Vilja Latabæ til Kína Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. janúar 2014 12:00 Hér stillir hluti af þeim 30 börnum, sem stigu á svið með Latabæ, sér upp með Íþróttaálfinum og Sollu stirðu. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál. Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál.
Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira