Fatahönnuðurinn Kim Jones er yfirhönnuður karlmannafatnaðar hjá franska tískumerkinu Louis Vuitton.
Hönnuðurinn var staddur á Íslandi á dögunum ásamt myndarlegu fylgdarliði en aðilar á vegum tískumerkisins, ásamt Jones, voru að taka myndir við Mývatn, þá líklegast fyrir næstu fatalínu tískumerkisins.
Yfirhönnuðurinn hefur þó átt einhvern tíma aflögu til þess að gera sér ferð í verslun Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem setti á fót sitt eigið tískumerki, JÖR, fyrir rúmlega ári. Bað Jones sérstaklega um að fá að spjalla við Guðmund.

