Massive Attack heillaði Spánverja í síðustu viku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. júní 2014 10:09 Sveitin þótti standa sig frábæra í síðustu viku. Vísir/Getty Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Sónar Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda.
Sónar Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira