Innlent

Aðeins kemur heitt vatn úr krönum á Akranesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vonast er til að viðgerð ljúki fyrir miðnætti.
Vonast er til að viðgerð ljúki fyrir miðnætti. Vísir/Getty
Lágur þrýstingur eða kaldavatnslaust er á Akranesi vegna bilunar en viðgerð stendur yfir. Vonast er til að henni ljúki fyrir miðnætti.

Orkuveita Reykjavíkur varar við slysahættu vegna þessa þar sem einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Í tilkynningu kemur fram að ef sturta þarf niður úr salerninu má nota til þess heita vatnið. Þó þarf að gæta þess að það sé ekki sjóðheitt því það getur sprengt postulín.

Einnig segir í tilkynningu Orkuveitunnar að kæla megi heita vatnið ef fólk þurfi neysluvatn. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×