Lífið

Leikkonan Betty White er ekki dáin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Aðdáendum leikkonunnar Betty White brá heldur betur í brún þegar þeir misskildu fyrirsögn á grínfrétt á Empire News í gær.

Fyrirsögnin var: „Actress Betty White, 92, Dyes Peacefully In Her Los Angeles Home“ eða „Leikkonan Betty White, 92, litar hár sitt á friðsælan hátt á heimili sínu í Los Angeles.“

Margir rugluðu hins vegar saman sögninni að lita hár sitt, dyes, og að deyja, dies, saman og héldu að leikkonan væri dáin. 

Stuttu eftir að sá misskilningur fór á kreik að Betty væri látin sendi umboðsmaður hennar línu á Los Angeles Time og sagði að leikkonan væri sprelllifandi og á setti að leika í Hot in Cleveland þessa dagana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.