Fótsporin ekki eftir Ástu Snærós Sindradóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Ásta Stefánsdóttir hvarf við Fljótshlíð Nærri útilokað er að íslensku konunni, Ástu Stefánsdóttur, sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð frá því í síðustu viku, hafi skolað niður með Bleiksárgili og út í Markarfljót. Til þess er áin of grunn. „Við erum á þeirri skoðun að konunni hafi ekki getað skolað út í Markarfljót með eðlilegu vatnsmagni. Það hafa engar stórleysingar verið síðan svo það er ekkert sem bendir til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jón Hermannsson hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. Hann segir að vatnadrög gilsins nái þó upp í fjöll þar sem snjó kynni að hafa leyst. „Ef einhvers staðar hefði myndast krapastífla sem hefði brostið á þessu tímabili þá hefði getað komið í þetta smáskot en það er ekkert sem bendir til þess að vatnið hafi hækkað neitt.“ Kærasta íslensku konunnar, hin spænska Pino Becerra, fannst látin í hyl neðan við foss gljúfursins. Föt kvennanna fundust efst við gljúfurbrúnina en þau eru eina vísbendingin um Ástu. Fótspor sem fundust þrjá kílómetra austur af gljúfrinu eru ekki eftir Ástu eins og talið var að gæti verið.„Það finnast þarna fótspor og við köllum strax til sérfræðinga í að rekja spor. Í framhaldi af því koma rannsóknarlögreglumenn sem hugsanlega gætu greint blóð í sporunum því það má reikna með að það sé blóð í þeim. Það var ekkert sem svaraði jákvætt í þessum málum,“ segir Jón. Talið er að konurnar hafi gengið um kílómetra langa leið austur að gilinu frá sumarbústað sem þær dvöldu í. Þorsteinn segir að ólíklegustu möguleikar hafi verið kannaðir. „Við teljum okkur vera sérfræðinga og þess vegna skoðum við alla möguleika jafnvel þótt þeir séu óhugsandi.“ Mjög umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Ástu Stefánsdóttur síðan á þriðjudag í síðustu viku. Hátt í 200 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni án nokkurs árangurs. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að draga úr leitinni en fjölskylda og vinir Ástu hyggjast fara og leita hennar í dag. Ásta Stefánsdóttir er 35 ára lögfræðingur að mennt. Hún er hávaxin og grönn með ljóst skollitað hár. Lögreglan á Hvolsvelli telur nær útilokað að Ásta finnist á lífi úr þessu. Kærasta Ástu, Pino Becerra, fannst látin við botn Bleiksársgljúfurs á þriðjudag. Áður var talið að hún hefði drukknað. Krufning leiddi í ljós að Pino lést við að falla þrjátíu metra niður gljúfrið. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Nærri útilokað er að íslensku konunni, Ástu Stefánsdóttur, sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð frá því í síðustu viku, hafi skolað niður með Bleiksárgili og út í Markarfljót. Til þess er áin of grunn. „Við erum á þeirri skoðun að konunni hafi ekki getað skolað út í Markarfljót með eðlilegu vatnsmagni. Það hafa engar stórleysingar verið síðan svo það er ekkert sem bendir til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jón Hermannsson hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. Hann segir að vatnadrög gilsins nái þó upp í fjöll þar sem snjó kynni að hafa leyst. „Ef einhvers staðar hefði myndast krapastífla sem hefði brostið á þessu tímabili þá hefði getað komið í þetta smáskot en það er ekkert sem bendir til þess að vatnið hafi hækkað neitt.“ Kærasta íslensku konunnar, hin spænska Pino Becerra, fannst látin í hyl neðan við foss gljúfursins. Föt kvennanna fundust efst við gljúfurbrúnina en þau eru eina vísbendingin um Ástu. Fótspor sem fundust þrjá kílómetra austur af gljúfrinu eru ekki eftir Ástu eins og talið var að gæti verið.„Það finnast þarna fótspor og við köllum strax til sérfræðinga í að rekja spor. Í framhaldi af því koma rannsóknarlögreglumenn sem hugsanlega gætu greint blóð í sporunum því það má reikna með að það sé blóð í þeim. Það var ekkert sem svaraði jákvætt í þessum málum,“ segir Jón. Talið er að konurnar hafi gengið um kílómetra langa leið austur að gilinu frá sumarbústað sem þær dvöldu í. Þorsteinn segir að ólíklegustu möguleikar hafi verið kannaðir. „Við teljum okkur vera sérfræðinga og þess vegna skoðum við alla möguleika jafnvel þótt þeir séu óhugsandi.“ Mjög umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Ástu Stefánsdóttur síðan á þriðjudag í síðustu viku. Hátt í 200 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni án nokkurs árangurs. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að draga úr leitinni en fjölskylda og vinir Ástu hyggjast fara og leita hennar í dag. Ásta Stefánsdóttir er 35 ára lögfræðingur að mennt. Hún er hávaxin og grönn með ljóst skollitað hár. Lögreglan á Hvolsvelli telur nær útilokað að Ásta finnist á lífi úr þessu. Kærasta Ástu, Pino Becerra, fannst látin við botn Bleiksársgljúfurs á þriðjudag. Áður var talið að hún hefði drukknað. Krufning leiddi í ljós að Pino lést við að falla þrjátíu metra niður gljúfrið.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira