Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær.
Aron kom inn á sem varmaður snemma í leiknum vegna meiðsla Jozy Altidore, sem virtist hafa tognað illa aftan í læri. Óvíst er með þátttöku hans á mótinu.
„Maður veltir fyrir sér hvað gerist nú eftir að Jozy meiddist, en Aron leysti hann mjög vel af hólmi,“ sagði Howard í samtali við bandaríska fjölmiðla eftir leikinn í gær.
„Þess vegna byggðum við upp lið og liðsheild. Mér fannst Aron standa sig frábærlega.“
