Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2025 12:04 Albert Guðmundsson skoraði sigurmark gegn Dynamo Kiev í Sambandsdeildinni á dögunum. Getty/Gabriele Maltinti Vel kemur til greina að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson yfirgefi Fiorentina í janúar og fari jafnvel úr botnbaráttunni á Ítalíu beint í titilbaráttu. Fabrizio Romano, þekktasti félagaskiptafréttamaður heims, bendir á Albert í dag og segir þar alvöru líkur á því að Albert fari frá Fiorentina í byrjun næsta árs. Þreifingar séu í gangi og að vert sé að fylgjast með Alberti næstu vikurnar á meðan að viðræður eigi sér stað. 🚨🇮🇸 Albert Gudmundsson has serious chances to leave Fiorentina in January as initial approaches took place.One to watch in the upcoming weeks with talks on. @MatteMoretto 🔗🎥🇮🇹 https://t.co/rVW1D741pQ pic.twitter.com/eSUr5RPVJ0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 16, 2025 Romano, með sína 26,5 milljónir fylgjenda á Twitter, vísar svo á annan ítalskan blaðamann, Matteo Moretto, sem ræðir um Albert í þætti á Youtube-rás Romano. Þar tekur Moretto fyrir orðróminn um að Albert gæti verið á leið til Roma sem er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði Inter. Ljóst er að Roma hefur áhuga á Alberti en Moretto sagði í þættinum í gær að enn væri aðeins um hugmynd að ræða. Engar samningaviðræður væru hafnar. Hann segir að Fiorentina gæti hugsað sér að láta Albert fara ef áhugavert tilboð bærist og bætir við að leikmannahópur Fiorentina gæti átt eftir að breytast mikið, jafnvel strax í janúar. Fiorentina hefur enn ekki unnið leik á þessu tímabili, í 15 deildarleikjum, og situr á botni ítölsku deildarinnar með aðeins sex stig. Liðið er átta stigum frá næsta örugga sæti en gengur betur í Sambandsdeild Evrópu og mun komast þar áfram í útsláttarkeppnina, eftir sigurmark Alberts gegn Dynamo Kiev í síðustu viku. Paolo Vanoli var ráðinn nýr þjálfari Fiorentina í byrjun nóvember, eftir að Stefano Pioli var rekinn. Pioli tók við liðinu í sumar af Raffaele Palladino sem stýrði Alberti á síðustu leiktíð, eftir komu íslenska landsliðsmannsins frá Genoa. Vanoli hefur haft Albert í byrjunarliðinu í þremur af fimm deildarleikjum síðan hann tók við, þar af tveimur síðustu sem báðir hafa tapast, gegn Sassuolo og Hellas Verona. Ítalski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Fabrizio Romano, þekktasti félagaskiptafréttamaður heims, bendir á Albert í dag og segir þar alvöru líkur á því að Albert fari frá Fiorentina í byrjun næsta árs. Þreifingar séu í gangi og að vert sé að fylgjast með Alberti næstu vikurnar á meðan að viðræður eigi sér stað. 🚨🇮🇸 Albert Gudmundsson has serious chances to leave Fiorentina in January as initial approaches took place.One to watch in the upcoming weeks with talks on. @MatteMoretto 🔗🎥🇮🇹 https://t.co/rVW1D741pQ pic.twitter.com/eSUr5RPVJ0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 16, 2025 Romano, með sína 26,5 milljónir fylgjenda á Twitter, vísar svo á annan ítalskan blaðamann, Matteo Moretto, sem ræðir um Albert í þætti á Youtube-rás Romano. Þar tekur Moretto fyrir orðróminn um að Albert gæti verið á leið til Roma sem er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði Inter. Ljóst er að Roma hefur áhuga á Alberti en Moretto sagði í þættinum í gær að enn væri aðeins um hugmynd að ræða. Engar samningaviðræður væru hafnar. Hann segir að Fiorentina gæti hugsað sér að láta Albert fara ef áhugavert tilboð bærist og bætir við að leikmannahópur Fiorentina gæti átt eftir að breytast mikið, jafnvel strax í janúar. Fiorentina hefur enn ekki unnið leik á þessu tímabili, í 15 deildarleikjum, og situr á botni ítölsku deildarinnar með aðeins sex stig. Liðið er átta stigum frá næsta örugga sæti en gengur betur í Sambandsdeild Evrópu og mun komast þar áfram í útsláttarkeppnina, eftir sigurmark Alberts gegn Dynamo Kiev í síðustu viku. Paolo Vanoli var ráðinn nýr þjálfari Fiorentina í byrjun nóvember, eftir að Stefano Pioli var rekinn. Pioli tók við liðinu í sumar af Raffaele Palladino sem stýrði Alberti á síðustu leiktíð, eftir komu íslenska landsliðsmannsins frá Genoa. Vanoli hefur haft Albert í byrjunarliðinu í þremur af fimm deildarleikjum síðan hann tók við, þar af tveimur síðustu sem báðir hafa tapast, gegn Sassuolo og Hellas Verona.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira