Þetta er uppreisn neytandans Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. júlí 2014 12:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Við erum að verja okkur með þessu,“ segir Guðrún Arndís Tryggvadóttir, stofnandi, framkvæmdastjóri, hönnuður og ritstjóri natturan.is, en hún ásamt eiginmanni sínum, Einari Bergmundi Arnbjörnssyni, gáfu á dögunum út snjallsímaforritið Húsið, gagnvirkan upplýsingabanka um allt á heimilinu.Sífellt verið að plata okkur „Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti,“ segir Guðrún. „Við látum bara ekki bjóða okkur þetta bull lengur – það er sífellt verið að plata okkur. Það er hvergi verið að reyna að gera neytendum auðveldara fyrir að fá fræðslu um það sem við erum að láta ofan í okkur,“ heldur hún áfram og segir meira að segja letur utan á matarumbúðum hafa minnkað. „Þess vegna fórum við í þessa framleiðslu. Við vildum búa til íslenskan grunn svo að fólk gæti auðveldlega nálgast þessar upplýsingar og þannig tekið meðvitaðar ákvarðanir um það sem við látum ofan í okkur. Við bjuggum líka til E-aukaefna app (e.natturan.is) sem gott er að hafa við hendina við innkaupin. Þá slærðu inn E-efna númerið og sérð á skala hvort það er grænt, gult eða rautt. Grænt stendur fyrir ekkert neikvætt – á þá við hættulaus náttúruleg efni – gult er varasamt í einhverjum tilvikum, til dæmis í of miklu magni eða fyrir börn og óléttar konur. Síðan er rautt, þar eru til vísindalegar sannanir fyrir því að innihaldið geti reynst hættulegt. Svona efni eru til dæmis í litarefni í nammi fyrir börnin okkar. Þetta er eitthvað sem er búið að læða inn í neyslumynstrið. Það er mikilvægt að fólk viti þetta en þar sem yfirvöldum virðist standa alveg á sama um hvort við höfum aðgengi að upplýsingum um áhrif innihaldsefna á heilsuna eða ekki þá tókum við málin í okkar hendur og bjuggum til íslenskan heildstæðan grunn um aukefnin. Bæði Húsið og e.natturan.is eru ókeypis fyrir alla. Það er samfélagslegt réttlætismál í okkar huga að fólk geti sótt sér þessar upplýsingar á einfaldan hátt.Enginn hafði áhuga Vefurinn var opnaður þann 25. apríl árið 2007, á degi umhverfisins, en hefur verið í stöðugri þróun síðan, til að mynda með tilkomu Hússins, snjallsímaforritsins. „Ég skrifaði viðskiptaáætlun fyrir tíu árum. Enginn hafði áhuga á umhverfismálum þá og margir héldu að engin framtíð væri í að stússast í þeim. Það tók mig síðan um tvö ár að fjármagna þetta og geta ráðið fólk með mér. Svo er ég svo heppin að maðurinn minn er vefþróunarmeistari – við hentum á milli okkar hugmyndum og keyrðum þetta í gang. Þetta er búið að vera rosalega gaman og krefjandi. Við erum bara tvö í þessu núna, svo höfum við sjálfboðaliða sem hjálpa öðru hvoru. Við ráðum umhverfisfræðinga og fagfólk þegar á þarf að halda, en allt sem við gerum er ókeypis svo að við treystum á stuðning, og höfum oft fengið ágætis stuðning. Við erum náttúrulega að sinna hlutum sem stjórnvöld ættu að vera sinna. Við erum samt bara eins og hver og einn neytandi út í bæ sem vill breyta hlutunum til betri vegar,“ segir Guðrún að lokum. Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Við erum að verja okkur með þessu,“ segir Guðrún Arndís Tryggvadóttir, stofnandi, framkvæmdastjóri, hönnuður og ritstjóri natturan.is, en hún ásamt eiginmanni sínum, Einari Bergmundi Arnbjörnssyni, gáfu á dögunum út snjallsímaforritið Húsið, gagnvirkan upplýsingabanka um allt á heimilinu.Sífellt verið að plata okkur „Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti,“ segir Guðrún. „Við látum bara ekki bjóða okkur þetta bull lengur – það er sífellt verið að plata okkur. Það er hvergi verið að reyna að gera neytendum auðveldara fyrir að fá fræðslu um það sem við erum að láta ofan í okkur,“ heldur hún áfram og segir meira að segja letur utan á matarumbúðum hafa minnkað. „Þess vegna fórum við í þessa framleiðslu. Við vildum búa til íslenskan grunn svo að fólk gæti auðveldlega nálgast þessar upplýsingar og þannig tekið meðvitaðar ákvarðanir um það sem við látum ofan í okkur. Við bjuggum líka til E-aukaefna app (e.natturan.is) sem gott er að hafa við hendina við innkaupin. Þá slærðu inn E-efna númerið og sérð á skala hvort það er grænt, gult eða rautt. Grænt stendur fyrir ekkert neikvætt – á þá við hættulaus náttúruleg efni – gult er varasamt í einhverjum tilvikum, til dæmis í of miklu magni eða fyrir börn og óléttar konur. Síðan er rautt, þar eru til vísindalegar sannanir fyrir því að innihaldið geti reynst hættulegt. Svona efni eru til dæmis í litarefni í nammi fyrir börnin okkar. Þetta er eitthvað sem er búið að læða inn í neyslumynstrið. Það er mikilvægt að fólk viti þetta en þar sem yfirvöldum virðist standa alveg á sama um hvort við höfum aðgengi að upplýsingum um áhrif innihaldsefna á heilsuna eða ekki þá tókum við málin í okkar hendur og bjuggum til íslenskan heildstæðan grunn um aukefnin. Bæði Húsið og e.natturan.is eru ókeypis fyrir alla. Það er samfélagslegt réttlætismál í okkar huga að fólk geti sótt sér þessar upplýsingar á einfaldan hátt.Enginn hafði áhuga Vefurinn var opnaður þann 25. apríl árið 2007, á degi umhverfisins, en hefur verið í stöðugri þróun síðan, til að mynda með tilkomu Hússins, snjallsímaforritsins. „Ég skrifaði viðskiptaáætlun fyrir tíu árum. Enginn hafði áhuga á umhverfismálum þá og margir héldu að engin framtíð væri í að stússast í þeim. Það tók mig síðan um tvö ár að fjármagna þetta og geta ráðið fólk með mér. Svo er ég svo heppin að maðurinn minn er vefþróunarmeistari – við hentum á milli okkar hugmyndum og keyrðum þetta í gang. Þetta er búið að vera rosalega gaman og krefjandi. Við erum bara tvö í þessu núna, svo höfum við sjálfboðaliða sem hjálpa öðru hvoru. Við ráðum umhverfisfræðinga og fagfólk þegar á þarf að halda, en allt sem við gerum er ókeypis svo að við treystum á stuðning, og höfum oft fengið ágætis stuðning. Við erum náttúrulega að sinna hlutum sem stjórnvöld ættu að vera sinna. Við erum samt bara eins og hver og einn neytandi út í bæ sem vill breyta hlutunum til betri vegar,“ segir Guðrún að lokum.
Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“