Beyoncé gaf engar eiginhandaráritanir en var mjög almennileg Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 11:13 Jay Z og Beyoncé. vísir/getty Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“ Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“
Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43
Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14
Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44
Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45