„Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 17:50 MYND/AÐSEND/TANJA ÝR „Það er svo margt rangt í fréttinni að það hálfa væri nóg,“ segir Jón Pétursson minkaveiðimaður og einn rekstraraðila minkahundabúsins í Helgadal, aðspurður um aðbúnað hundanna eftir að frétt birtist á Vísi og í kvöldfréttum RÚV í gær. Jón rekur hundabúið ásamt einum öðrum og eru fimm hundar í búinu. Hann segir kvartanir ítrekað hafa borist og í hvert skipti komi dýralæknar og aðilar frá Matvælastofnun til þess að taka út og yfirfara búið. Hann segir að allar athugasemdir sem hafa borist verið teknar til greina og allt lagfært samstundis. Hann segir aðstöðuna uppá sitt besta, hundarnir hafi aðstöðu til þess að fara inn og út eftir hentisemi, gólfið sé upphitað, heitt vatn á staðnum og hlýtt sé í húsinu. Hundarnir hafi hlýtt, mjúkt bæli til að sofa í og líði almennt vel á þessum stað og segir hann því engan fót vera fyrir þessum ásökunum. „Tólf búr eru í húsinu en einungis fimm hundar. Þau búr sem eru lokuð eru þau búr sem ekki eru í notkun en annars geta hundarnir farið inn og út að vild,“segir Jón. Hann segir þeim hafa borist kvörtun vegna óþrifnaðar og staðfestir hann að óþrifnaður hafi verið þann dag. „Það hafði allt snjóað í kaf. Hundarnir skíta og míga úti og erfitt getur verið að þrífa þetta upp þegar saurinn frýs við jörðu. Snjórinn bráðnaði og þá barst kvörtunin. Að sjálfsögðu var þetta þrifið upp samdægurs.“Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember 2012Í janúar í fyrra komu sex dýralæknar að skoða hundabúið og þrír aðilar frá Matvælastofnun. Í síðustu viku kom dýralæknir og bólusetti alla hundana. Jón segir að gerð hafi verið ein athugasemd og var hún sú að þrautabraut ætti að vera í búrunum fyrir hundana að leika sér í. Þrautabrautin hefur ekki verið sett upp en mikill snjór hefur verið í búrunum upp á síðkastið.Jón segist vera með öll tilsett leyfi og fjölmarga pappíra sem votta fyrir það að hundabúið sé í lagi. „Á skoðunardegi virtust allir hundar við góða heilsu og voru í ásættanlegum holdum og kátir. Flestir þeirra sóttust eftir athygli, eldri hundar virtust spræki þegar þeim var hleypt úr búrunum og sýndu ekki merki um stirðleika,“ kemur fram í bréfi Matvælastofnunar sem hann fékk eftir að þrír aðilar frá fyrrgreindri stofnun tóku mat á rekstrinum. Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember árið 2012Hann segir það ekki hag neins að halda hundunum vesælum og veikum, þetta séu vinnuhundar og væri raunin sú væru hundarnir ónothæfir. ,,Þetta er tilfinningalegt mál hjá fólki að hundar séu í búrum. Ég fæ áfall þegar ég sé hund í töskum eða fötum. Hundarnir hjá okkur komast út á hverjum degi, komast út þegar þeir vilja og fá að öllum líkindum meiri hreyfingu en flest allir hundar á Íslandi," segir Jón að lokum. Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
„Það er svo margt rangt í fréttinni að það hálfa væri nóg,“ segir Jón Pétursson minkaveiðimaður og einn rekstraraðila minkahundabúsins í Helgadal, aðspurður um aðbúnað hundanna eftir að frétt birtist á Vísi og í kvöldfréttum RÚV í gær. Jón rekur hundabúið ásamt einum öðrum og eru fimm hundar í búinu. Hann segir kvartanir ítrekað hafa borist og í hvert skipti komi dýralæknar og aðilar frá Matvælastofnun til þess að taka út og yfirfara búið. Hann segir að allar athugasemdir sem hafa borist verið teknar til greina og allt lagfært samstundis. Hann segir aðstöðuna uppá sitt besta, hundarnir hafi aðstöðu til þess að fara inn og út eftir hentisemi, gólfið sé upphitað, heitt vatn á staðnum og hlýtt sé í húsinu. Hundarnir hafi hlýtt, mjúkt bæli til að sofa í og líði almennt vel á þessum stað og segir hann því engan fót vera fyrir þessum ásökunum. „Tólf búr eru í húsinu en einungis fimm hundar. Þau búr sem eru lokuð eru þau búr sem ekki eru í notkun en annars geta hundarnir farið inn og út að vild,“segir Jón. Hann segir þeim hafa borist kvörtun vegna óþrifnaðar og staðfestir hann að óþrifnaður hafi verið þann dag. „Það hafði allt snjóað í kaf. Hundarnir skíta og míga úti og erfitt getur verið að þrífa þetta upp þegar saurinn frýs við jörðu. Snjórinn bráðnaði og þá barst kvörtunin. Að sjálfsögðu var þetta þrifið upp samdægurs.“Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember 2012Í janúar í fyrra komu sex dýralæknar að skoða hundabúið og þrír aðilar frá Matvælastofnun. Í síðustu viku kom dýralæknir og bólusetti alla hundana. Jón segir að gerð hafi verið ein athugasemd og var hún sú að þrautabraut ætti að vera í búrunum fyrir hundana að leika sér í. Þrautabrautin hefur ekki verið sett upp en mikill snjór hefur verið í búrunum upp á síðkastið.Jón segist vera með öll tilsett leyfi og fjölmarga pappíra sem votta fyrir það að hundabúið sé í lagi. „Á skoðunardegi virtust allir hundar við góða heilsu og voru í ásættanlegum holdum og kátir. Flestir þeirra sóttust eftir athygli, eldri hundar virtust spræki þegar þeim var hleypt úr búrunum og sýndu ekki merki um stirðleika,“ kemur fram í bréfi Matvælastofnunar sem hann fékk eftir að þrír aðilar frá fyrrgreindri stofnun tóku mat á rekstrinum. Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember árið 2012Hann segir það ekki hag neins að halda hundunum vesælum og veikum, þetta séu vinnuhundar og væri raunin sú væru hundarnir ónothæfir. ,,Þetta er tilfinningalegt mál hjá fólki að hundar séu í búrum. Ég fæ áfall þegar ég sé hund í töskum eða fötum. Hundarnir hjá okkur komast út á hverjum degi, komast út þegar þeir vilja og fá að öllum líkindum meiri hreyfingu en flest allir hundar á Íslandi," segir Jón að lokum.
Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
"Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00
„Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49