„Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. febrúar 2014 15:49 Jóhanna hefur fylgst með hundunum í Helgafelli í næstum þrjú ár. „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega,“ segir Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari um hundabú í Mosfellsdal, þar sem veiðihundar eru geymdir. Vísir sagði frá málinu fyrr í dag. Hundarnir eru lokaðir inn í búri sem tengist kofa sem þeir geta sofið í og skýlt sér fyrir köldu veðri, eins og sjá má í myndbandi hér að neðan. „Vandamálið er kannski ekki endilega þetta staka mál, heldur reglurnar yfirhöfuð. Í þessu tiltekna máli virðast mennirnir sem eiga búið ekki hafa brotið neinar reglugerðir um aðbúnað dýra,“ segir Jóhanna sem hefur fylgst með þessu búi síðan árið 2011. „Þá komu tveir lögreglumenn þangað og töldu að engar reglugerðir hefðu verið brotnar, sem er örugglega rétt hjá þeim.“ Að mati Jóhönnu endurspeglar þetta mál slæma meðferð á veiðihundum almennt. Veiðihundar eins og þessir eru gjarnan félagslega einangraðir. Vandinn felst í reglunum sem heimili ómannúðlega meðferð á hundunum. „Hundarnir eru einangraðir átta til tíu mánuði á ári og það sést greinilega á hegðun þeirra,“ segir hundaþjálfarinn. „Sumir þeirra hoppa mikið og stökkva á búrið, aðrir hlaupa þarna stefnulaust og svo má einnig sjá hunda sem má segja að hafi slökkt á sér – þeir hafa sætt sig við ástandið og eru orðnir hræddir,“ segir Jóhanna. Uppeldið á veiðihundum eins og þessum er ómannúðlegt, segir Jóhanna. „Þeir eru aldir upp í kringum mannfólk. Í kringum börn og fá mikla félagslega örvun. En svo er þeim kippt úr umhverfi sínu og þeir settir í búr þar sem þeir eyða jafnvel restinni af ævi sinni. Þeir verða algjörlega einangraðir. “ Hún segir ákveðinn tilgang vera með einangruninni. „Þeir eru einangraðir til þess að þeir verði betri veiðihundar. Þeir verða sjúkir í viðurkenningu og þeir verða ótrúlega iðjusamir – því þeir þurfa að fá einhverja útrás. “ Eins og glögglega má sjá á myndum sem Vísir hefur birt eru búr hundanna nú að stórum hluta þakin snjósköflum. Jóhanna segir augljóslega hafa áhrif á líf hundanna. „Þeir hafa minna svæði til að athafna sig á. En á móti kemur gætu þeir fengið einhverskonar örvun við að grafa í snjónum og kannski er þetta líka bara tilbreyting fyrir þá. En þetta takmarkar mjög aðstæður þeirra til að hreyfa sig.“ Jóhanna kallar eftir því að reglugerðir um aðbúnað dýrahalds í atvinnuskyni verði endurskoðaðar. „Nú er tiltölulega stutt síðan ný lög um velferð dýra voru samþykkt. Ég vona að reglugerðir um dýrahald í atvinnskyni verði uppfærðar í samræmi við ný lög. Ég trúi því ekki að við viljum búa í landi sem leyfir svona meðferð á dýrum. Sem leyfir svona einangrun,“ segir Jóhanna. Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega,“ segir Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari um hundabú í Mosfellsdal, þar sem veiðihundar eru geymdir. Vísir sagði frá málinu fyrr í dag. Hundarnir eru lokaðir inn í búri sem tengist kofa sem þeir geta sofið í og skýlt sér fyrir köldu veðri, eins og sjá má í myndbandi hér að neðan. „Vandamálið er kannski ekki endilega þetta staka mál, heldur reglurnar yfirhöfuð. Í þessu tiltekna máli virðast mennirnir sem eiga búið ekki hafa brotið neinar reglugerðir um aðbúnað dýra,“ segir Jóhanna sem hefur fylgst með þessu búi síðan árið 2011. „Þá komu tveir lögreglumenn þangað og töldu að engar reglugerðir hefðu verið brotnar, sem er örugglega rétt hjá þeim.“ Að mati Jóhönnu endurspeglar þetta mál slæma meðferð á veiðihundum almennt. Veiðihundar eins og þessir eru gjarnan félagslega einangraðir. Vandinn felst í reglunum sem heimili ómannúðlega meðferð á hundunum. „Hundarnir eru einangraðir átta til tíu mánuði á ári og það sést greinilega á hegðun þeirra,“ segir hundaþjálfarinn. „Sumir þeirra hoppa mikið og stökkva á búrið, aðrir hlaupa þarna stefnulaust og svo má einnig sjá hunda sem má segja að hafi slökkt á sér – þeir hafa sætt sig við ástandið og eru orðnir hræddir,“ segir Jóhanna. Uppeldið á veiðihundum eins og þessum er ómannúðlegt, segir Jóhanna. „Þeir eru aldir upp í kringum mannfólk. Í kringum börn og fá mikla félagslega örvun. En svo er þeim kippt úr umhverfi sínu og þeir settir í búr þar sem þeir eyða jafnvel restinni af ævi sinni. Þeir verða algjörlega einangraðir. “ Hún segir ákveðinn tilgang vera með einangruninni. „Þeir eru einangraðir til þess að þeir verði betri veiðihundar. Þeir verða sjúkir í viðurkenningu og þeir verða ótrúlega iðjusamir – því þeir þurfa að fá einhverja útrás. “ Eins og glögglega má sjá á myndum sem Vísir hefur birt eru búr hundanna nú að stórum hluta þakin snjósköflum. Jóhanna segir augljóslega hafa áhrif á líf hundanna. „Þeir hafa minna svæði til að athafna sig á. En á móti kemur gætu þeir fengið einhverskonar örvun við að grafa í snjónum og kannski er þetta líka bara tilbreyting fyrir þá. En þetta takmarkar mjög aðstæður þeirra til að hreyfa sig.“ Jóhanna kallar eftir því að reglugerðir um aðbúnað dýrahalds í atvinnuskyni verði endurskoðaðar. „Nú er tiltölulega stutt síðan ný lög um velferð dýra voru samþykkt. Ég vona að reglugerðir um dýrahald í atvinnskyni verði uppfærðar í samræmi við ný lög. Ég trúi því ekki að við viljum búa í landi sem leyfir svona meðferð á dýrum. Sem leyfir svona einangrun,“ segir Jóhanna.
Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
"Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00