„Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 17:50 MYND/AÐSEND/TANJA ÝR „Það er svo margt rangt í fréttinni að það hálfa væri nóg,“ segir Jón Pétursson minkaveiðimaður og einn rekstraraðila minkahundabúsins í Helgadal, aðspurður um aðbúnað hundanna eftir að frétt birtist á Vísi og í kvöldfréttum RÚV í gær. Jón rekur hundabúið ásamt einum öðrum og eru fimm hundar í búinu. Hann segir kvartanir ítrekað hafa borist og í hvert skipti komi dýralæknar og aðilar frá Matvælastofnun til þess að taka út og yfirfara búið. Hann segir að allar athugasemdir sem hafa borist verið teknar til greina og allt lagfært samstundis. Hann segir aðstöðuna uppá sitt besta, hundarnir hafi aðstöðu til þess að fara inn og út eftir hentisemi, gólfið sé upphitað, heitt vatn á staðnum og hlýtt sé í húsinu. Hundarnir hafi hlýtt, mjúkt bæli til að sofa í og líði almennt vel á þessum stað og segir hann því engan fót vera fyrir þessum ásökunum. „Tólf búr eru í húsinu en einungis fimm hundar. Þau búr sem eru lokuð eru þau búr sem ekki eru í notkun en annars geta hundarnir farið inn og út að vild,“segir Jón. Hann segir þeim hafa borist kvörtun vegna óþrifnaðar og staðfestir hann að óþrifnaður hafi verið þann dag. „Það hafði allt snjóað í kaf. Hundarnir skíta og míga úti og erfitt getur verið að þrífa þetta upp þegar saurinn frýs við jörðu. Snjórinn bráðnaði og þá barst kvörtunin. Að sjálfsögðu var þetta þrifið upp samdægurs.“Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember 2012Í janúar í fyrra komu sex dýralæknar að skoða hundabúið og þrír aðilar frá Matvælastofnun. Í síðustu viku kom dýralæknir og bólusetti alla hundana. Jón segir að gerð hafi verið ein athugasemd og var hún sú að þrautabraut ætti að vera í búrunum fyrir hundana að leika sér í. Þrautabrautin hefur ekki verið sett upp en mikill snjór hefur verið í búrunum upp á síðkastið.Jón segist vera með öll tilsett leyfi og fjölmarga pappíra sem votta fyrir það að hundabúið sé í lagi. „Á skoðunardegi virtust allir hundar við góða heilsu og voru í ásættanlegum holdum og kátir. Flestir þeirra sóttust eftir athygli, eldri hundar virtust spræki þegar þeim var hleypt úr búrunum og sýndu ekki merki um stirðleika,“ kemur fram í bréfi Matvælastofnunar sem hann fékk eftir að þrír aðilar frá fyrrgreindri stofnun tóku mat á rekstrinum. Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember árið 2012Hann segir það ekki hag neins að halda hundunum vesælum og veikum, þetta séu vinnuhundar og væri raunin sú væru hundarnir ónothæfir. ,,Þetta er tilfinningalegt mál hjá fólki að hundar séu í búrum. Ég fæ áfall þegar ég sé hund í töskum eða fötum. Hundarnir hjá okkur komast út á hverjum degi, komast út þegar þeir vilja og fá að öllum líkindum meiri hreyfingu en flest allir hundar á Íslandi," segir Jón að lokum. Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Það er svo margt rangt í fréttinni að það hálfa væri nóg,“ segir Jón Pétursson minkaveiðimaður og einn rekstraraðila minkahundabúsins í Helgadal, aðspurður um aðbúnað hundanna eftir að frétt birtist á Vísi og í kvöldfréttum RÚV í gær. Jón rekur hundabúið ásamt einum öðrum og eru fimm hundar í búinu. Hann segir kvartanir ítrekað hafa borist og í hvert skipti komi dýralæknar og aðilar frá Matvælastofnun til þess að taka út og yfirfara búið. Hann segir að allar athugasemdir sem hafa borist verið teknar til greina og allt lagfært samstundis. Hann segir aðstöðuna uppá sitt besta, hundarnir hafi aðstöðu til þess að fara inn og út eftir hentisemi, gólfið sé upphitað, heitt vatn á staðnum og hlýtt sé í húsinu. Hundarnir hafi hlýtt, mjúkt bæli til að sofa í og líði almennt vel á þessum stað og segir hann því engan fót vera fyrir þessum ásökunum. „Tólf búr eru í húsinu en einungis fimm hundar. Þau búr sem eru lokuð eru þau búr sem ekki eru í notkun en annars geta hundarnir farið inn og út að vild,“segir Jón. Hann segir þeim hafa borist kvörtun vegna óþrifnaðar og staðfestir hann að óþrifnaður hafi verið þann dag. „Það hafði allt snjóað í kaf. Hundarnir skíta og míga úti og erfitt getur verið að þrífa þetta upp þegar saurinn frýs við jörðu. Snjórinn bráðnaði og þá barst kvörtunin. Að sjálfsögðu var þetta þrifið upp samdægurs.“Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember 2012Í janúar í fyrra komu sex dýralæknar að skoða hundabúið og þrír aðilar frá Matvælastofnun. Í síðustu viku kom dýralæknir og bólusetti alla hundana. Jón segir að gerð hafi verið ein athugasemd og var hún sú að þrautabraut ætti að vera í búrunum fyrir hundana að leika sér í. Þrautabrautin hefur ekki verið sett upp en mikill snjór hefur verið í búrunum upp á síðkastið.Jón segist vera með öll tilsett leyfi og fjölmarga pappíra sem votta fyrir það að hundabúið sé í lagi. „Á skoðunardegi virtust allir hundar við góða heilsu og voru í ásættanlegum holdum og kátir. Flestir þeirra sóttust eftir athygli, eldri hundar virtust spræki þegar þeim var hleypt úr búrunum og sýndu ekki merki um stirðleika,“ kemur fram í bréfi Matvælastofnunar sem hann fékk eftir að þrír aðilar frá fyrrgreindri stofnun tóku mat á rekstrinum. Vottun frá Matvælastofnun sem gefin var út í desember árið 2012Hann segir það ekki hag neins að halda hundunum vesælum og veikum, þetta séu vinnuhundar og væri raunin sú væru hundarnir ónothæfir. ,,Þetta er tilfinningalegt mál hjá fólki að hundar séu í búrum. Ég fæ áfall þegar ég sé hund í töskum eða fötum. Hundarnir hjá okkur komast út á hverjum degi, komast út þegar þeir vilja og fá að öllum líkindum meiri hreyfingu en flest allir hundar á Íslandi," segir Jón að lokum.
Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
"Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00
„Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49