Listasafn sparaði og keypti eftirlíkingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Svona líta sjöurnar frá Arne Jacobsen út sem Listasafnið á. Safnið keypti eftirlíkingar þegar ekki var til peningur fyrir alvöru hönnun. vísir/stefán Listasafn Reykjavíkur, í Hafnarhúsinu, keypti eftirlíkingar af hinni þekktu hönnun Arne Jacobsen sjöunni þegar það vantaði stóla í safnið á árunum eftir hrun. Stólunum hefur núna verið fargað, eftir að Eyjólfur Pálsson í Epal gaf safninu ekta sjöur. „Hann gaf safninu sjöur af mikilli rausn og þessum eftirlíkingum var fargað,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafnsins, í samtali við Fréttablaðið.Frá afhendingu stólanna í desember 2013. Vísir/GVAHafþór segir að eftirlíkingarnar hafi ekki verið lengi í safninu. „En þær voru keyptar eftir hrunið. Við gátum ekki fengið sjöur á þeim tíma,“ segir Hafþór. Eyjólfur í Epal hafi bent safninu á að það passaði ekki að hafa þar eftirlíkingar og boðist til að gefa safninu raunverulegar sjöur. Nýju stólarnir komu svo í húsið þann 4. desember 2013. Aðspurður hve marga stóla safnið hafi fengið að gjöf frá Epal segir Hafþór að þeir hafi verið 25. „Þannig að þú sérð að þetta var rausnarleg gjöf,“ segir hann. Hafþór segir að stólarnir hafi verið orðnir mjög lélegir og farið í Sorpu. „Þeir hefðu ekki komið neinum öðrum að gagni,“ segir Hafþór.Eyjólfur Pálssonvísir/gvaEyjólfur Pálsson segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi séð stólana í Hafnarhúsinu og stólarnir hafi truflað sig. „Þeir voru keimlíkir, en það er ekki mitt að segja hvort þeir hafi verið eftirlíkingar,“ segir hann spurður út í málið. Eftir þetta hafi hann farið að ræða við forsvarsmenn Listasafnsins. „Þeir áttu engan pening. Og hvað gerir maður? Þeir áttu 100 fyrir og vantaði 25 í viðbót. Þá talaði maður við framleiðandann. Þeir gáfu helming og við helming,“ segir Eyjólfur.Jón Gnarr veitir stólunum viðtök frá Eyjólfi í Epal.Vísir/GVAEyjólfur segir að opinberir aðilar hafi verið góðir viðskiptavinir í gegnum árin og því hafi það verið sjálfsagt að liðsinna opinberri stofnun sem þurfti liðsinni. „Epal verður 40 ára á næsta ári og alltaf á sömu kennitölunni, vel að merkja. Við myndum ekki vera það nema við hefðum haft góða viðskiptavini í gegnum árin og hið opinbera hefur verið góður viðskiptavinur. Þegar þeir lenda á villigötum þá leiðréttum við það,“ segir Eyjólfur. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur, í Hafnarhúsinu, keypti eftirlíkingar af hinni þekktu hönnun Arne Jacobsen sjöunni þegar það vantaði stóla í safnið á árunum eftir hrun. Stólunum hefur núna verið fargað, eftir að Eyjólfur Pálsson í Epal gaf safninu ekta sjöur. „Hann gaf safninu sjöur af mikilli rausn og þessum eftirlíkingum var fargað,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafnsins, í samtali við Fréttablaðið.Frá afhendingu stólanna í desember 2013. Vísir/GVAHafþór segir að eftirlíkingarnar hafi ekki verið lengi í safninu. „En þær voru keyptar eftir hrunið. Við gátum ekki fengið sjöur á þeim tíma,“ segir Hafþór. Eyjólfur í Epal hafi bent safninu á að það passaði ekki að hafa þar eftirlíkingar og boðist til að gefa safninu raunverulegar sjöur. Nýju stólarnir komu svo í húsið þann 4. desember 2013. Aðspurður hve marga stóla safnið hafi fengið að gjöf frá Epal segir Hafþór að þeir hafi verið 25. „Þannig að þú sérð að þetta var rausnarleg gjöf,“ segir hann. Hafþór segir að stólarnir hafi verið orðnir mjög lélegir og farið í Sorpu. „Þeir hefðu ekki komið neinum öðrum að gagni,“ segir Hafþór.Eyjólfur Pálssonvísir/gvaEyjólfur Pálsson segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi séð stólana í Hafnarhúsinu og stólarnir hafi truflað sig. „Þeir voru keimlíkir, en það er ekki mitt að segja hvort þeir hafi verið eftirlíkingar,“ segir hann spurður út í málið. Eftir þetta hafi hann farið að ræða við forsvarsmenn Listasafnsins. „Þeir áttu engan pening. Og hvað gerir maður? Þeir áttu 100 fyrir og vantaði 25 í viðbót. Þá talaði maður við framleiðandann. Þeir gáfu helming og við helming,“ segir Eyjólfur.Jón Gnarr veitir stólunum viðtök frá Eyjólfi í Epal.Vísir/GVAEyjólfur segir að opinberir aðilar hafi verið góðir viðskiptavinir í gegnum árin og því hafi það verið sjálfsagt að liðsinna opinberri stofnun sem þurfti liðsinni. „Epal verður 40 ára á næsta ári og alltaf á sömu kennitölunni, vel að merkja. Við myndum ekki vera það nema við hefðum haft góða viðskiptavini í gegnum árin og hið opinbera hefur verið góður viðskiptavinur. Þegar þeir lenda á villigötum þá leiðréttum við það,“ segir Eyjólfur.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira