"Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr“ Ellý Ármanns skrifar 22. apríl 2014 11:15 Ólafía Kristjánsdóttir, 28 ára, vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmóti IFBB í fitness sem fram fór í Háskólabíó um helgina en líkami hennar er húðflúraður að miklu leyti eins og sjá má á myndunum. Ólafía komst ekki áfram í úrslitin en er sátt engu að síður.Hvað gerir þú? „Ég starfa sem húðflúrari á Reykjavík Ink á Frakkastíg 7 í Reykjavík,„ svarar Ólafía þegar samtal okkar hefst.Mynd/ArnoldHvað ertu með mörg húðflúr á líkamanum? „Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr. Það er orðið ansi erfitt að telja og ég hef ekki tölu á skiptunum sem ég hef sest í stólinn. Þau hafa sum þýðingu fyrir mér og tákna ákveðna hluti fyrir mér sem hafa átt þátt í að móta mig eins og ég er í dag. Önnur eru bara þarna vegna þess að þau eru flott og mig langaði í þau,“ segir hún greinilega vön spurningu sem þessari.Myndir/ArnoldHvenær fékkstu þér fyrsta húðflúrið og ætlar þú að fá þér fleiri í framtíðinni? „Ég beið til tvítugs með að fá mér fyrsta húðflúrið. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun. Að mínu mati hefur maður ekki náð almennilegum þroska fyrr en þá til að vita hvað maður vill. Mitt fyrsta flúr var ljóð á ristina sem ég samdi fyrir litla bróður minn.“ „Ég er rétt byrjuð og á eftir að fá mér mörg mörg mörg húðflúr í safnið. Vel gerð húðflúr eru falleg listaverk og mér finnst ég mjög fallega skreytt. Það eru ekki allir sammála því en það er allt í lagi. Lífið væri leiðinlegt ef allir væru eins.“Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ólafíu á pósunámskeiði hjá Ifitness á dögunum.Myndir/Bent MarínóssonÞegar talið berst að íþróttum segir Ólafía: „Ég hef alltaf verið eitthvað í íþróttum. Ég æfði sund í nokkur ár, prófaði að æfa körfubolta einn vetur og fótbolta í smá tíma líka. Eftir að ég hætti í sundinu fór ég fljótlega að mæta í ræktina, það er þegar ég áttaði mig á því að halda áfram að borða eins og ég æfði níu sinnum í viku var ekki að koma vel út ef maður gerði ekkert nema sitja og læra.Ólafía komst ekki áfram í úrslitin um helgina.Myndir/Bent MarínóssonSigrar? „Ég á einhverjar medalíur úr sundinu annars hef ég svo sem enga titla undir belti. Ég var að klára mitt annað módelfitness mót núna en ég keppti í fyrsta skipti fyrir ári síðan. Þá komst ég ekki áfram í úrslit en vonaðist eftir því núna. Ég náði góðum bætingum frá síðasta móti og var ánægð með mitt form. Því miður þá tókst það ekki,“ segir hún.Myndir/Bent MarínóssonHver er lykill að góðu formi? „Það er að æfa rétt og borða rétt. Borða hollt og borða í samræmi við æfingar. Styrktarþjálfun og holl fæða mótar fallegan líkama,“ segir Ólafía.Myndir/Bent MarínóssonAð lokum. Hvert er þitt lífsmottó? „Gerðu það sem gerir þig hamingjusama er mitt mottó. Lífið er of stutt fyrir leiðindi. Þannig að ég ætla að halda áfram að fá mér tattú og gera tattú, mæta í ræktina, borða hnetusmjör og kyssa kærastann minn. Það eru hlutir sem veita mér hamingju.“ Tengdar fréttir Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Ólafía Kristjánsdóttir, 28 ára, vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmóti IFBB í fitness sem fram fór í Háskólabíó um helgina en líkami hennar er húðflúraður að miklu leyti eins og sjá má á myndunum. Ólafía komst ekki áfram í úrslitin en er sátt engu að síður.Hvað gerir þú? „Ég starfa sem húðflúrari á Reykjavík Ink á Frakkastíg 7 í Reykjavík,„ svarar Ólafía þegar samtal okkar hefst.Mynd/ArnoldHvað ertu með mörg húðflúr á líkamanum? „Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr. Það er orðið ansi erfitt að telja og ég hef ekki tölu á skiptunum sem ég hef sest í stólinn. Þau hafa sum þýðingu fyrir mér og tákna ákveðna hluti fyrir mér sem hafa átt þátt í að móta mig eins og ég er í dag. Önnur eru bara þarna vegna þess að þau eru flott og mig langaði í þau,“ segir hún greinilega vön spurningu sem þessari.Myndir/ArnoldHvenær fékkstu þér fyrsta húðflúrið og ætlar þú að fá þér fleiri í framtíðinni? „Ég beið til tvítugs með að fá mér fyrsta húðflúrið. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun. Að mínu mati hefur maður ekki náð almennilegum þroska fyrr en þá til að vita hvað maður vill. Mitt fyrsta flúr var ljóð á ristina sem ég samdi fyrir litla bróður minn.“ „Ég er rétt byrjuð og á eftir að fá mér mörg mörg mörg húðflúr í safnið. Vel gerð húðflúr eru falleg listaverk og mér finnst ég mjög fallega skreytt. Það eru ekki allir sammála því en það er allt í lagi. Lífið væri leiðinlegt ef allir væru eins.“Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ólafíu á pósunámskeiði hjá Ifitness á dögunum.Myndir/Bent MarínóssonÞegar talið berst að íþróttum segir Ólafía: „Ég hef alltaf verið eitthvað í íþróttum. Ég æfði sund í nokkur ár, prófaði að æfa körfubolta einn vetur og fótbolta í smá tíma líka. Eftir að ég hætti í sundinu fór ég fljótlega að mæta í ræktina, það er þegar ég áttaði mig á því að halda áfram að borða eins og ég æfði níu sinnum í viku var ekki að koma vel út ef maður gerði ekkert nema sitja og læra.Ólafía komst ekki áfram í úrslitin um helgina.Myndir/Bent MarínóssonSigrar? „Ég á einhverjar medalíur úr sundinu annars hef ég svo sem enga titla undir belti. Ég var að klára mitt annað módelfitness mót núna en ég keppti í fyrsta skipti fyrir ári síðan. Þá komst ég ekki áfram í úrslit en vonaðist eftir því núna. Ég náði góðum bætingum frá síðasta móti og var ánægð með mitt form. Því miður þá tókst það ekki,“ segir hún.Myndir/Bent MarínóssonHver er lykill að góðu formi? „Það er að æfa rétt og borða rétt. Borða hollt og borða í samræmi við æfingar. Styrktarþjálfun og holl fæða mótar fallegan líkama,“ segir Ólafía.Myndir/Bent MarínóssonAð lokum. Hvert er þitt lífsmottó? „Gerðu það sem gerir þig hamingjusama er mitt mottó. Lífið er of stutt fyrir leiðindi. Þannig að ég ætla að halda áfram að fá mér tattú og gera tattú, mæta í ræktina, borða hnetusmjör og kyssa kærastann minn. Það eru hlutir sem veita mér hamingju.“
Tengdar fréttir Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45