Segir þær hafa áreitt sig eftir árásina: „Hausinn á mér var alltaf að dúndrast í vegginn“ Stefán Árni Pálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. nóvember 2014 12:47 Þrjár hinna ákærðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA Stúlkan sem ráðist var á inni á skemmtistaðnum Úrillu górillunni í Reykjavík í mars í fyrra bar vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Stúlkan var á sautjánda ári þegar árásin átti sér stað en fjórar ungar konur eru ákærðar fyrir líkamsárásina. Þær gáfu einnig skýrslu í morgun. „Ég var inni á klósetti að pissa og það var verið að berja og sparka á hurðina. Ég fór fram og þar mætti mér stelpa sem sagði að ef ég væri með einhverja stæla yrði ég barin. Ég lenti í átökum við nokkrar stelpur inni á klósettinu. Þær réðust nokkrar á mig og rifu í hárið á mér og voru að sparka í mig,“ sagði stúlkan fyrir dómi í dag. Sjá einnig: Fullt af 95 módelum gerðu alvarlegri hluti Hún sagðist svo muna eftir því að hafa verið á götunni fyrir utan staðinn og þá hafi verið sparkað og kýlt í hana. Jafnframt bar hún fyrir dómi að hún myndi eftir öllum ákærðu þar úti og að þær hefðu allar ráðist á sig. Stúlkan mundi eftir andlitum þeirra frá því um kvöldið og lét lögregluna vita af því. Hún hafi síðan komist að því hvaða stelpur þetta væru, fundið þær á Facebook og þannig komist að því hvað þær hétu.Tvær af þeim sem eru ákærðar koma í dóminn í dag. Vísir/GVA„Þær hafa áreitt mig töluvert eftir þetta og þetta hefur tekið virkilega á mig“ „Mér var hrint út í horn og að glugganum. Hausinn á mér var alltaf að dúndrast í vegginn. Ég fékk mörg hnefahögg á mig og nokkur höfuðhögg. Ég man ekki hver veitti mér þessa áverka. Ég reyndi alveg að halda fyrir andlit mitt og sló eitthvað frá mér. Ég var síðan bara dregin út úr hópnum eftir einhvern tíma.“ Hljóðhimna stúlkunnar sprakk í árásinni og bar hún fyrir dómi að hún hefði heyrt lítið í kjölfar árásarinnar. Þá var hún öll marin á líkamanum eftir árásina. Stúlkan sagðist ekki muna eftir því hver hefði veitt henni höggið sem varð til þess að hljóðhimnan í henni sprakk. Spurð um ölvun sína umrætt kvöld sagðist stúlkan ekki hafa verið „svakalega full, bara venjulega.“ Stúlkan sagði fyrir dómi að hún væri nýbyrjuð hjá sálfræðingi. Hún segir að sér hafi liðið hræðilega eftir árásina en þær ákærðu í málinu þrýstu á hana að draga kæruna til baka. „Mér leið hræðilega eftir þessa árás og þetta var mikið sjokk. [...] Núna finnst mér ótrúlega óþægilegt að vera ein og hræðist það mikið. Þær hafa komið til mín í vinnuna og sagt mér að falla frá kærunni. Þær hafa áreitt mig töluvert eftir þetta og þetta hefur tekið virkilega á mig.“ Að lokinni skýrslutöku beindi dómarinn orðum sínum að stúlkunni og sagði að ef hún yrði fyrir áreiti eftir skýrslutökuna skyldi hún snúa sér til lögreglu og lögmanns síns.Aðalmeðferðin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/PjeturSegir vinkonu sína ekki hafa getað varið sig Vinur stúlkunnar bar vitni á eftir henni. Hann lýsti því að hafa komið út af skemmtistaðnum og séð fullt af stelpum ráðast á vinkonu sína. „Hún sat við húsið og gat ekkert varið sig. Það var sparkað og kýlt í hana. Ég labbaði bara að þessu og tók hana í burtu. Ég sá svo sem ekkert hvað gerðist nákvæmlega og sé ekki hver gerði hvað.“ Hann sagði að hann hefði farið með vinkonu sína burt og að hún hefði þá sagt honum að henni væri illt í andlitinu og eyranu. Þá hafi hún verið frekar dösuð eftir þetta allt saman en að hans mati hafi hún ekki verið dösuð vegna áfengisneyslu. „Það voru um fjórar eða fimm stelpur sem stóðu við stelpuna þegar ég kom að þessu og þá dró ég hana í burtu.“Aðalmeðferðin heldur áfram eftir hádegi. Tengdar fréttir Líkamsárás við skemmtistað: „Fullt af 95 módelum gerðu alvarlegri hluti“ „Þetta var einhvernveginn eins og allir vildu vera með, allir vildu koma höggi á hana,“ segir unga kona, ein fjögurra sem sökuð er um líkamsárás á stúlku á sautjánda ári. 26. nóvember 2014 10:59 Fallið frá ákæru á hendur einni konunni Fjórar ungar konur eru sakaðar um líkamsárás á hendur sautján ára stúlku í mars 2013. 26. nóvember 2014 09:41 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Stúlkan sem ráðist var á inni á skemmtistaðnum Úrillu górillunni í Reykjavík í mars í fyrra bar vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Stúlkan var á sautjánda ári þegar árásin átti sér stað en fjórar ungar konur eru ákærðar fyrir líkamsárásina. Þær gáfu einnig skýrslu í morgun. „Ég var inni á klósetti að pissa og það var verið að berja og sparka á hurðina. Ég fór fram og þar mætti mér stelpa sem sagði að ef ég væri með einhverja stæla yrði ég barin. Ég lenti í átökum við nokkrar stelpur inni á klósettinu. Þær réðust nokkrar á mig og rifu í hárið á mér og voru að sparka í mig,“ sagði stúlkan fyrir dómi í dag. Sjá einnig: Fullt af 95 módelum gerðu alvarlegri hluti Hún sagðist svo muna eftir því að hafa verið á götunni fyrir utan staðinn og þá hafi verið sparkað og kýlt í hana. Jafnframt bar hún fyrir dómi að hún myndi eftir öllum ákærðu þar úti og að þær hefðu allar ráðist á sig. Stúlkan mundi eftir andlitum þeirra frá því um kvöldið og lét lögregluna vita af því. Hún hafi síðan komist að því hvaða stelpur þetta væru, fundið þær á Facebook og þannig komist að því hvað þær hétu.Tvær af þeim sem eru ákærðar koma í dóminn í dag. Vísir/GVA„Þær hafa áreitt mig töluvert eftir þetta og þetta hefur tekið virkilega á mig“ „Mér var hrint út í horn og að glugganum. Hausinn á mér var alltaf að dúndrast í vegginn. Ég fékk mörg hnefahögg á mig og nokkur höfuðhögg. Ég man ekki hver veitti mér þessa áverka. Ég reyndi alveg að halda fyrir andlit mitt og sló eitthvað frá mér. Ég var síðan bara dregin út úr hópnum eftir einhvern tíma.“ Hljóðhimna stúlkunnar sprakk í árásinni og bar hún fyrir dómi að hún hefði heyrt lítið í kjölfar árásarinnar. Þá var hún öll marin á líkamanum eftir árásina. Stúlkan sagðist ekki muna eftir því hver hefði veitt henni höggið sem varð til þess að hljóðhimnan í henni sprakk. Spurð um ölvun sína umrætt kvöld sagðist stúlkan ekki hafa verið „svakalega full, bara venjulega.“ Stúlkan sagði fyrir dómi að hún væri nýbyrjuð hjá sálfræðingi. Hún segir að sér hafi liðið hræðilega eftir árásina en þær ákærðu í málinu þrýstu á hana að draga kæruna til baka. „Mér leið hræðilega eftir þessa árás og þetta var mikið sjokk. [...] Núna finnst mér ótrúlega óþægilegt að vera ein og hræðist það mikið. Þær hafa komið til mín í vinnuna og sagt mér að falla frá kærunni. Þær hafa áreitt mig töluvert eftir þetta og þetta hefur tekið virkilega á mig.“ Að lokinni skýrslutöku beindi dómarinn orðum sínum að stúlkunni og sagði að ef hún yrði fyrir áreiti eftir skýrslutökuna skyldi hún snúa sér til lögreglu og lögmanns síns.Aðalmeðferðin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/PjeturSegir vinkonu sína ekki hafa getað varið sig Vinur stúlkunnar bar vitni á eftir henni. Hann lýsti því að hafa komið út af skemmtistaðnum og séð fullt af stelpum ráðast á vinkonu sína. „Hún sat við húsið og gat ekkert varið sig. Það var sparkað og kýlt í hana. Ég labbaði bara að þessu og tók hana í burtu. Ég sá svo sem ekkert hvað gerðist nákvæmlega og sé ekki hver gerði hvað.“ Hann sagði að hann hefði farið með vinkonu sína burt og að hún hefði þá sagt honum að henni væri illt í andlitinu og eyranu. Þá hafi hún verið frekar dösuð eftir þetta allt saman en að hans mati hafi hún ekki verið dösuð vegna áfengisneyslu. „Það voru um fjórar eða fimm stelpur sem stóðu við stelpuna þegar ég kom að þessu og þá dró ég hana í burtu.“Aðalmeðferðin heldur áfram eftir hádegi.
Tengdar fréttir Líkamsárás við skemmtistað: „Fullt af 95 módelum gerðu alvarlegri hluti“ „Þetta var einhvernveginn eins og allir vildu vera með, allir vildu koma höggi á hana,“ segir unga kona, ein fjögurra sem sökuð er um líkamsárás á stúlku á sautjánda ári. 26. nóvember 2014 10:59 Fallið frá ákæru á hendur einni konunni Fjórar ungar konur eru sakaðar um líkamsárás á hendur sautján ára stúlku í mars 2013. 26. nóvember 2014 09:41 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Líkamsárás við skemmtistað: „Fullt af 95 módelum gerðu alvarlegri hluti“ „Þetta var einhvernveginn eins og allir vildu vera með, allir vildu koma höggi á hana,“ segir unga kona, ein fjögurra sem sökuð er um líkamsárás á stúlku á sautjánda ári. 26. nóvember 2014 10:59
Fallið frá ákæru á hendur einni konunni Fjórar ungar konur eru sakaðar um líkamsárás á hendur sautján ára stúlku í mars 2013. 26. nóvember 2014 09:41