Innlent

Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gunnar Bragi er málshefjandi um efni skýrslunnar
Gunnar Bragi er málshefjandi um efni skýrslunnar VISIR/STEFÁN/AFP
Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands verður til umræðu á Alþingi í dag.

Þingfundur hefst kl. 15 og eru aðildarviðræður við Evrópusambandið síðasta umræðan á dagskrá fundarins.

Fyrir fundinum liggur skýrsla Hagfræðistofnunnar sem utanríkisráðherra lét vinna  og opinberuð var í gær.

Skiptar skoðanir eru um niðurstöður skýrslunnar en stjórnarliðar hafa lýst því yfir að þeir þeir telji skýrsluna ekki gefa tilefni til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert komi fram í Evrópuskýrslunni sem mælir gegn því að aðildarviðræðum verði haldið áfram.

Vísir hefur fjallað ítarlega um efni Evrópuskýrslunnar og má glöggva sig á því hér að neðan.


Tengdar fréttir

Reynt að mæta lýðræðishalla

„Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB.

Evrópuskýrslan í heild sinni

Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina.

ESB skýrsla herðir stjórnarflokkana í andstöðunni

Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar styrkja hann í andstöðu hans við aðilda Íslands að sambandinu. Fjármálaráðherra segir erfitt að sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna.

Undanþágur í ESB-viðræðum fáar en fáanlegar

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í gær skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við ESB og þróun sambandsins. Engin bein tilmæli er að finna í skýrslunni um hvert framhald viðræðnanna ætti að verða, en þar er meðal annars farið yfir möguleika á sérlausnum til handa aðildarríkjum.

Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni

„Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB.

Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB

Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.