Segir þingmenn samþykkja lög án þess að vita hvað stendur í þeim Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 13:44 Helgi Hrafn segir þannig komið fyrir þingmönnum að þeir geti ekki kynnt sér lögin sem þeir eru að samþykkja nægilega vel. Samsett/GVA/Pjetur Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið: Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið:
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira