Borgin lét Búseta fá verðmætar lóðir án útboðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2014 12:52 Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira