Borgin lét Búseta fá verðmætar lóðir án útboðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2014 12:52 Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira