Miðbaugshópurinn kominn á skrið og vinnur list úr stríðsminjum heimsins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2014 07:00 Listamennirnir Steingrímur Eyfjörð og Halldór Ásgeirsson, Eydís Eir Björnsdóttir verkefnisstjóri og Jóhann Sigmarsson í Reykjavíkurhöfn þar sem Miðbaugsverkefnið á uppruna sinn. Fréttablaðið/Stefán „Dekkin eru farin að snúast og lyftast,“ segir Jóhann Sigmarsson, kvikmyndaleikstjóri og upphafsmaður svokallaðs Miðbaugsverkefnis. Fréttablaðið hefur áður sagt frá Miðbaugs-minjaverkefninu sem er alþjóðlegt farandverkefni um að skapa listaverk úr sögulegum heimsminjum. Meðal listamanna sem koma að verkefninu eru Steingrímur Eyfjörð, Jón Adólf Steinólfsson, Halldór Ásgeirsson, Matthias Krause og Steingrímur Karlsson kvikmyndagerðarmaður sem mun stýra heimildarmynd sem Friðrik Þór Friðriksson framleiðir. Jóhann segir fyrir liggja skriflegt vilyrði frá RÚV um kaup á myndinni. „Við erum komin með þrjú þúsund fermetra stúdíó í miðri Berlín. Það er hrátt en mjög flott,“ segir Jóhann sem í lok apríl heldur til Berlínar að undirbúa komu annarra listamanna.Vinna list úr kjarnorkárásinni á Hírosíma Upphafið að verkefninu rekur Jóhann til ársins 2012 er hann fékk gefins bryggjustólpa úr Reykjavíkurhöfn. Hann hefur síðan unnið ýmsa muni úr viðarstólpunum. „Til þess að fjármagna mig sel ég húsgögn úr Reykjavíkurhöfn,“ segir Jóhann sem hefur nú einnig fengið vilyrði fyrir gömlum drumbum úr Hamborgarhöfn og broti úr Berlínarmúrnum. Úr þessum minjum verða unnin húsgögn og listaverk í samvinnu við þýska listamenn. Þá hefur fengist leyfi til að nýta minjar sem tengjast kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan árið 1945. Það verk verður unnið í samstarfi við þarlenda listamenn.Reyna að fá minjar úr árásinni á New York Sömuleiðis er reynt að fá leyfi til að nýta minjar úr rústum 9/11-atburðarins í New York og minjar frá franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem hefur staðið óhreyft síðan 10. júní 1944 er allir bæjarbúar nema sex voru teknir af lífi af SS-sveitum. „Við eigum enn eftir að fá svar frá þessum aðilum en ég er mjög bjartsýnn, sérstaklega af því að við höfum fengið jákvæðar undirtektir um Berlínarmúrinn og Hírósíma,“ segir Jóhann. Haldnar verða sýningar í hverju landi með lokasýningu á Íslandi. Jóhann segir muni verða selda á uppboði og að hluti ágóðans renni til góðgerðarmála á heimsvísu. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
„Dekkin eru farin að snúast og lyftast,“ segir Jóhann Sigmarsson, kvikmyndaleikstjóri og upphafsmaður svokallaðs Miðbaugsverkefnis. Fréttablaðið hefur áður sagt frá Miðbaugs-minjaverkefninu sem er alþjóðlegt farandverkefni um að skapa listaverk úr sögulegum heimsminjum. Meðal listamanna sem koma að verkefninu eru Steingrímur Eyfjörð, Jón Adólf Steinólfsson, Halldór Ásgeirsson, Matthias Krause og Steingrímur Karlsson kvikmyndagerðarmaður sem mun stýra heimildarmynd sem Friðrik Þór Friðriksson framleiðir. Jóhann segir fyrir liggja skriflegt vilyrði frá RÚV um kaup á myndinni. „Við erum komin með þrjú þúsund fermetra stúdíó í miðri Berlín. Það er hrátt en mjög flott,“ segir Jóhann sem í lok apríl heldur til Berlínar að undirbúa komu annarra listamanna.Vinna list úr kjarnorkárásinni á Hírosíma Upphafið að verkefninu rekur Jóhann til ársins 2012 er hann fékk gefins bryggjustólpa úr Reykjavíkurhöfn. Hann hefur síðan unnið ýmsa muni úr viðarstólpunum. „Til þess að fjármagna mig sel ég húsgögn úr Reykjavíkurhöfn,“ segir Jóhann sem hefur nú einnig fengið vilyrði fyrir gömlum drumbum úr Hamborgarhöfn og broti úr Berlínarmúrnum. Úr þessum minjum verða unnin húsgögn og listaverk í samvinnu við þýska listamenn. Þá hefur fengist leyfi til að nýta minjar sem tengjast kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan árið 1945. Það verk verður unnið í samstarfi við þarlenda listamenn.Reyna að fá minjar úr árásinni á New York Sömuleiðis er reynt að fá leyfi til að nýta minjar úr rústum 9/11-atburðarins í New York og minjar frá franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem hefur staðið óhreyft síðan 10. júní 1944 er allir bæjarbúar nema sex voru teknir af lífi af SS-sveitum. „Við eigum enn eftir að fá svar frá þessum aðilum en ég er mjög bjartsýnn, sérstaklega af því að við höfum fengið jákvæðar undirtektir um Berlínarmúrinn og Hírósíma,“ segir Jóhann. Haldnar verða sýningar í hverju landi með lokasýningu á Íslandi. Jóhann segir muni verða selda á uppboði og að hluti ágóðans renni til góðgerðarmála á heimsvísu.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira