Erlent

Ísraelsher rannsakar meinta stríðsglæpi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ísraelskur hermaður og skriðdreki við landamærin að Gasa.
Ísraelskur hermaður og skriðdreki við landamærin að Gasa. vísir/afp
Rannsóknarlögregla ísraelska hersins hefur nú til rannsóknar 99 mál vegna gruns um stríðsglæpi í átökunum á Gasa í sumar. Rannsókn á sjö málum er lokið en hafa yfirmenn ísaelska hersins nú fyrirskipað rannsókn á fimm málum til viðbótar.

Sprengjuárás Ísraelshers á börn að leik á ströndinni þar sem fjögur börn voru drepin eru meðal þeirra mála sem til rannsóknar eru, sprengjuárás á skóla Sameinuðu þjóðanna í Beit Hanoun, þar þrettán hið minnsta féllu og fyrir að hafa banað palestínskri komu eftir að hafa aðstoðað hana við að flýja átakasvæði á Gasa. Þá er hermönnum ísraelska hersins jafnframt gefið að sök að hafa skýlt sér bakvið palestínskan unglingspilt, með þeim afleiðingum að hann lést, og að hafa stolið peningum af heimili palestínskrar fjölskyldu.

Yfirmenn hersins hafa þó ákveðið að líta til hliðar hvað varðar fleiri árásir, meðal annars sprengjuárás á heimili í Khan Yunis.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að í undirbúning sé alþjóðleg rannsókn á sprengjuárásum Ísraela á nokkra skóla samtakanna þar sem óbreyttir borgarar höfðu leitað skjóls.




Tengdar fréttir

Hamas tekur 21 uppljóstrara af lífi

Hamas hefur á síðasta sólarhring tekið 21 mann af lífi sem grunaðir voru um uppljóstranir. Talið er að fólkið hafi útvegað upplýsingar sem auðvelduðu Ísraelsmönnum morðin á þremur háttsettum foringjum Hamas fyrr í vikunni.

Þrettán hæða bygging skotin niður á Gasa

Ísraelsher er enn með mikinn viðbúnað skammt frá landamærunum að Gasa þar sem skriðdrekar eru í viðbragðsstöðu ásamt farartækjum til að flytja hermenn yfir landamærin.

Allt með kyrrum kjörum á Gasa í dag

Þriggja daga vopnahlé sem hófst á Gasaströndinni klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma hefur verið virt af báðum deiluaðilum hingað til. Ef friðurinn heldur munu Ísraelar senda fulltrúa sína til Kaíró í Egyptalandi síðar í dag þar sem ræða á um lengra hlé á átökunum sem þegar hafa kostað um tvö þúsund manns lífið.

Árásirnar á Gasa halda áfram

Þrír háttsettir yfirmenn hernaðararms Hamas-samtakanna létu lífið í loftárás ísraelska hersins á Gasa snemma í fyrrinótt.

Flugskeytum skotið frá Gasa

Yfirstandandi vopnahlé var rofið á áttunda tímanum í kvöld þegar flugskeytum var skotið á suðurhluta Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×