Systrabörn fædd fyrir tímann sömu nótt Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Drífa Baldursdóttir ásamt dætrum sínum, Hildi Arneyju og Jóhönnu Karen. Sömu nótt og Hildur fæddist þann 14. febrúar 2005 fæddi systir Drífu barn fyrir tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira