Systrabörn fædd fyrir tímann sömu nótt Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Drífa Baldursdóttir ásamt dætrum sínum, Hildi Arneyju og Jóhönnu Karen. Sömu nótt og Hildur fæddist þann 14. febrúar 2005 fæddi systir Drífu barn fyrir tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira