Lögregla stöðvaði bíl á Reykjanesbrautinni í austurborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að hafa mælt hann á 196 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.
Ökumaðurinn reyndist vera aðeins 17 ára og var hann strax sviftur ökuréttindum til bráðabirgða, en á yfir sér háa fjársekt og jafnvel missi ökuréttinda.
Vegna aldurs piltsins var hringt í föður hans, sem kom og sótti hann á lögreglustöðina.
Tekinn á 196 kílómetra hraða
