„Ég mun aldrei leyfa þessum ógeðslegu mönnum að taka allt mitt líf frá mér“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. nóvember 2014 15:30 „Mitt fyrsta markmið var að lifa daginn af," segir Birna, hugrökk í samtali við Vísi. Hálft ár er síðan Birnu Ósk Aradóttur var nauðgað þegar hún var á leiðinni heim úr gleðskap. Tveir ókunnugir menn buðu henni far en þegar hún kom upp í bílinn til þeirra tók við atburðarás sem hefur markað djúpt spor í líf hennar. Hún tjáði sig um málið á hugrakkan hátt á Facebook-síðu sinni. Þar sagðist hún ekki vilja gefa mönnunum, sem brutu svona á henni, vald yfir sér; „Ég mun aldrei leyfa þessum ógeðslegu mönnum að taka allt mitt líf frá mér. Aldrei,“ skrifaði hún. Í samtali við Vísi segir Birna frá kvöldinu, hvaða skref hún tók til þess að komast yfir áfallið og hvernig hún hugsar til mannanna sem brutu á henni í maí síðast liðnum. „Að lenda í þessu er eitthvað sem enginn kýs sér. En þetta getur komið fyrir alla. Þetta er ekkert eitthvað sem maður gerir rangt. Maður er bara rangur aðili á röngum stað. Aðal atriðið er að leyfa þessu ekki að sigra sig,“ bætir Birna við og vonast til þess að verða öðrum sem lenda í slíku áfalli hvatning.Bað um far„Ég var á leiðinni heim úr partíi og ætlaði að taka leigubíl. Einn bíll, með tveimur mönnum innanborðs, stoppaði fyrir mér og þeir buðu mér far. Ég þáði það, en þeir skutluðu mér ekkert heim,“ rifjar Birna upp. Birna kærði málið til lögreglu og segist ánægð með störf hennar þó svo að rannsóknin hafi ekki borið árangur Í pistlinum á Facebook-síðu sinni segir hún frá meiðslunum sem hún varð fyrir þetta kvöld: „Ég slasaðist frekar illa líkamlega, ristarbrotnaði, marðist hér og þar á líkamanum og fékk stóra skurð yfir lærið.“ Hún sagði líka frá fyrstu dögunum og markmiðum sínum þá: „Mitt fyrsta markmið var að lifa daginn af, þannig liðu fyrstu tveir mánuðirnir, lítil skref tekin og aðeins hugsað fram til næstu mínútu en ekki dags. Markmiðin stækkuðu svo með tímanum með hjálp frá mínum nánustu og fagaðilum.“Þótti fréttir af nauðgunum fjarlægarBirna segir að henni hafi þótt fréttir af nauðgunum hræðilegar en á sama tíma fjarlægar. Hún segir að sýn hennar á lífið hafi breyst þetta kvöld. „Áður en ég upplifði þetta sjálf þóttu mér fréttir af nauðgunum vera fjarlægar. Manni fannst auðvitað hrikalegt að lesa um það en þetta var alltaf fjarlægt. Og ég held að þetta eigi við um upplifun margra af svona fréttum. En svo lendir maður í þessu og maður verður bara sjokkeraður. Maður ímyndar sér að allir á þessu litla landi séu góðir. En á einni nóttu kemst maður að því að svo er ekki. Og það getur verið rosalega erfitt að sætta sig við það.“Fyrsta skerfið að samþykkja þettaBirna segir frá því hvernig hún ákvað að horfast í augu við hinn erfiða veruleika sem hún stóð frammi fyrir og sigrast á honum. „Fyrsta skrefið var að samþykkja að þetta hafi gerst. Maður vildi í fyrstu helst ekki trúa því að þetta hafi gerst. En um leið og það skref var búið; að sætta sig við að þetta hafi gerst, fór ég að geta talað um hlutina. Það hefur hjálpað mér mjög mikið,“ segir hún. Birna segist einfaldlega ekki hafa verið í boði að leyfa mönnunum sem brutu svona gróflega á henni að taka meira frá henni en þeir hefðu gert þetta örlagaríka kvöld. „Nei, það var bara ekki í boði, ég vildi ekki leyfa þeim að komast upp með það,“ segir hún og útskýrir hvernig hún horfir á málið í dag: „Að geta gert einhverjum þetta, eins og þeir gerðu mér, er mikil veiki. Það er bara veikt fólk sem gerir svona. Þegar maður áttar sig á því að það er ekki eitthvað að hjá manni sjálfum, heldur þeim sem gera svona, er mikill sigur unninn.“ Þakkar fjölskyldu og vinumBirna segir frá því í pistli sínum hvernig hún gat treyst á fjölskyldu og vini: „Ég bjóst bara engan veginn við því að lifa þetta af. En viti menn hér er ég og á góðri siglingu inní nýtt og betra líf. Ég mun aldrei leyfa þessum ógeðslegu mönnum að taka allt mitt líf frá mér. Aldrei. Þetta hefði ég aldrei getað gert nema fyrir mína yndislegu bestu frábærustu og dýrmætu stór fjölskyldu og vini!! Uppgjöf var ekki til í þeirra orðabók – Og á ég þeim líf mitt að launa. Ég vil hér þakka fyrir frábæran stuðning frá ykkur öllum, ómetanlegt.“ Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
Hálft ár er síðan Birnu Ósk Aradóttur var nauðgað þegar hún var á leiðinni heim úr gleðskap. Tveir ókunnugir menn buðu henni far en þegar hún kom upp í bílinn til þeirra tók við atburðarás sem hefur markað djúpt spor í líf hennar. Hún tjáði sig um málið á hugrakkan hátt á Facebook-síðu sinni. Þar sagðist hún ekki vilja gefa mönnunum, sem brutu svona á henni, vald yfir sér; „Ég mun aldrei leyfa þessum ógeðslegu mönnum að taka allt mitt líf frá mér. Aldrei,“ skrifaði hún. Í samtali við Vísi segir Birna frá kvöldinu, hvaða skref hún tók til þess að komast yfir áfallið og hvernig hún hugsar til mannanna sem brutu á henni í maí síðast liðnum. „Að lenda í þessu er eitthvað sem enginn kýs sér. En þetta getur komið fyrir alla. Þetta er ekkert eitthvað sem maður gerir rangt. Maður er bara rangur aðili á röngum stað. Aðal atriðið er að leyfa þessu ekki að sigra sig,“ bætir Birna við og vonast til þess að verða öðrum sem lenda í slíku áfalli hvatning.Bað um far„Ég var á leiðinni heim úr partíi og ætlaði að taka leigubíl. Einn bíll, með tveimur mönnum innanborðs, stoppaði fyrir mér og þeir buðu mér far. Ég þáði það, en þeir skutluðu mér ekkert heim,“ rifjar Birna upp. Birna kærði málið til lögreglu og segist ánægð með störf hennar þó svo að rannsóknin hafi ekki borið árangur Í pistlinum á Facebook-síðu sinni segir hún frá meiðslunum sem hún varð fyrir þetta kvöld: „Ég slasaðist frekar illa líkamlega, ristarbrotnaði, marðist hér og þar á líkamanum og fékk stóra skurð yfir lærið.“ Hún sagði líka frá fyrstu dögunum og markmiðum sínum þá: „Mitt fyrsta markmið var að lifa daginn af, þannig liðu fyrstu tveir mánuðirnir, lítil skref tekin og aðeins hugsað fram til næstu mínútu en ekki dags. Markmiðin stækkuðu svo með tímanum með hjálp frá mínum nánustu og fagaðilum.“Þótti fréttir af nauðgunum fjarlægarBirna segir að henni hafi þótt fréttir af nauðgunum hræðilegar en á sama tíma fjarlægar. Hún segir að sýn hennar á lífið hafi breyst þetta kvöld. „Áður en ég upplifði þetta sjálf þóttu mér fréttir af nauðgunum vera fjarlægar. Manni fannst auðvitað hrikalegt að lesa um það en þetta var alltaf fjarlægt. Og ég held að þetta eigi við um upplifun margra af svona fréttum. En svo lendir maður í þessu og maður verður bara sjokkeraður. Maður ímyndar sér að allir á þessu litla landi séu góðir. En á einni nóttu kemst maður að því að svo er ekki. Og það getur verið rosalega erfitt að sætta sig við það.“Fyrsta skerfið að samþykkja þettaBirna segir frá því hvernig hún ákvað að horfast í augu við hinn erfiða veruleika sem hún stóð frammi fyrir og sigrast á honum. „Fyrsta skrefið var að samþykkja að þetta hafi gerst. Maður vildi í fyrstu helst ekki trúa því að þetta hafi gerst. En um leið og það skref var búið; að sætta sig við að þetta hafi gerst, fór ég að geta talað um hlutina. Það hefur hjálpað mér mjög mikið,“ segir hún. Birna segist einfaldlega ekki hafa verið í boði að leyfa mönnunum sem brutu svona gróflega á henni að taka meira frá henni en þeir hefðu gert þetta örlagaríka kvöld. „Nei, það var bara ekki í boði, ég vildi ekki leyfa þeim að komast upp með það,“ segir hún og útskýrir hvernig hún horfir á málið í dag: „Að geta gert einhverjum þetta, eins og þeir gerðu mér, er mikil veiki. Það er bara veikt fólk sem gerir svona. Þegar maður áttar sig á því að það er ekki eitthvað að hjá manni sjálfum, heldur þeim sem gera svona, er mikill sigur unninn.“ Þakkar fjölskyldu og vinumBirna segir frá því í pistli sínum hvernig hún gat treyst á fjölskyldu og vini: „Ég bjóst bara engan veginn við því að lifa þetta af. En viti menn hér er ég og á góðri siglingu inní nýtt og betra líf. Ég mun aldrei leyfa þessum ógeðslegu mönnum að taka allt mitt líf frá mér. Aldrei. Þetta hefði ég aldrei getað gert nema fyrir mína yndislegu bestu frábærustu og dýrmætu stór fjölskyldu og vini!! Uppgjöf var ekki til í þeirra orðabók – Og á ég þeim líf mitt að launa. Ég vil hér þakka fyrir frábæran stuðning frá ykkur öllum, ómetanlegt.“
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira