Lækkun olíuverðs skilar sér ekki til íslenskra neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2014 20:03 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár en þessi lækkun virðist ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda. Framkvæmdastjóri FÍB segir að svo virðist sem hún hafi runnið í vasa hluthafa olíufélaganna. Þetta hér (sjá myndskeið með frétt) sýnir lækkun heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu sem er sú sem Íslendingar flytja inn og selja í eldsneyti. Tunna af Brent-olíunni kostar núna 77 dollara og er á sama verði og í nóvember fyrir réttum fjórum árum. Við skulum núna sjá þróun bensínverðs á Íslandi. Eins og sést hefur bensínverðið ekki lækkað í réttu hlutfalli við lækkun hráolíuverðs. Og maður veltir fyrir sér ástæðunni? Gætu það verið gengisáhrifin? Við skulum þá kíkja á stöðu Bandaríkjadollars gagnvart krónu á þessu sama tímabili. Og þá kemur í ljós, að verðsveiflur dollars gagnvart krónu hafa verið óverulegar. Dollarinn kostaði 112 krónur í 16. nóvember 2010 en kostar 124 krónur núna. Þögult samráð?Kunnum við einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi lækkun hefur ekki skilað sér til neytenda? „Því miður er þetta þróun sem við höfum séð áður. Olíufélögin virðast vera fljótari að hækka þegar heimsmarkaðsverð hækkar og sitja lengur á lækkunum. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna þá eru menn að halda í sér bara til að græða fleiri krónur,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.Lækkunin rennur þá bara beint í vasa hluthafa olíufélaganna? „Það liggur í hlutarins eðli. Auðvitað er það þannig að þetta er fákeppnismarkaður þannig að aðhaldið frá markaðnum sjálfum er ekki sem skyldi.Óttist þið að það sé þögult samráð á bensínmarkaði á Íslandi? „Það hefur stundum verið sagt að það þurfi ekkert að hittast í Öskjuhlíðinni. Það má segja að verðþróunin sýni stundum að menn eru að framkvæma sömu hlutina og það er einhver sem virðist leiða og hinir elta,“ segir Runólfur. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár en þessi lækkun virðist ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda. Framkvæmdastjóri FÍB segir að svo virðist sem hún hafi runnið í vasa hluthafa olíufélaganna. Þetta hér (sjá myndskeið með frétt) sýnir lækkun heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu sem er sú sem Íslendingar flytja inn og selja í eldsneyti. Tunna af Brent-olíunni kostar núna 77 dollara og er á sama verði og í nóvember fyrir réttum fjórum árum. Við skulum núna sjá þróun bensínverðs á Íslandi. Eins og sést hefur bensínverðið ekki lækkað í réttu hlutfalli við lækkun hráolíuverðs. Og maður veltir fyrir sér ástæðunni? Gætu það verið gengisáhrifin? Við skulum þá kíkja á stöðu Bandaríkjadollars gagnvart krónu á þessu sama tímabili. Og þá kemur í ljós, að verðsveiflur dollars gagnvart krónu hafa verið óverulegar. Dollarinn kostaði 112 krónur í 16. nóvember 2010 en kostar 124 krónur núna. Þögult samráð?Kunnum við einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi lækkun hefur ekki skilað sér til neytenda? „Því miður er þetta þróun sem við höfum séð áður. Olíufélögin virðast vera fljótari að hækka þegar heimsmarkaðsverð hækkar og sitja lengur á lækkunum. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna þá eru menn að halda í sér bara til að græða fleiri krónur,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.Lækkunin rennur þá bara beint í vasa hluthafa olíufélaganna? „Það liggur í hlutarins eðli. Auðvitað er það þannig að þetta er fákeppnismarkaður þannig að aðhaldið frá markaðnum sjálfum er ekki sem skyldi.Óttist þið að það sé þögult samráð á bensínmarkaði á Íslandi? „Það hefur stundum verið sagt að það þurfi ekkert að hittast í Öskjuhlíðinni. Það má segja að verðþróunin sýni stundum að menn eru að framkvæma sömu hlutina og það er einhver sem virðist leiða og hinir elta,“ segir Runólfur.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira