Uppbótartíminn: Fyrsta deildin bíður Þórsara | Myndbönd 21. ágúst 2014 14:45 Stjörnumenn sóttu sigur Vodafone-vellinum. Vísir/Arnþór Sextándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir umferðina upp á léttum nótum. Barátta FH og Stjörnunnar á toppnum heldur áfram. Breiðablik, ÍBV og Fylkir unnu mikilvæga sigra. Þórsarar stefna hraðbyri niður í 1. deild og Keflvíkingar eru komnir í bullandi fallbaráttu.Valur - StjarnanVíkingur R. - ÍBVFylkir - ÞórBreiðablik - FramKR - FjölnirFH - KeflavíkRóbert Örn Óskarsson hélt markinu hreinu gegn Keflavík.Vísir/Andri MarinóGóð umferð fyrir ... ...Albert Brynjar Ingason Framherjinn hefur öðlast nýtt líf eftir vistaskiptin frá FH til Fylkis. Albert, sem skoraði ekki mark í fimm leikjum fyrir FH, hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Fylki og er, ótrúlegt en satt, markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Tvö þessara marka komu í 4-1 sigrinum á Þór á mánudaginn; fyrra markið skoraði Albert með skoti af stuttu færi á fjærstöng og hið síðara með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Gunnars Arnar Jónssonar..... BreiðablikFyrir leikinn gegn Fram á Kópavogsvelli hafði Breiðablik aðeins fengið þrjú stig í fjórum leikjum og staða liðsins í deildinni var heldur dökk. En Blikar spiluðu einn sinn besta leik í sumar gegn Fram, þótt mörkin hefðu látið bíða eftir sér. Kópavogsliðið sýndi hins vegar þolinmæði og eftir mark Árna Vilhjálmssonar á 78. mínútu fylgdu tvö í kjölfarið, frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og Elfari Árna Aðalsteinssyni. Blikar héldu einnig markinu hreinu í fyrsta skipti undir stjórn Guðmundar Benediktssonar.... Arnar Má Björgvinsson Þrátt fyrir mikið skrum og mikla athygli vegna leiksins gegn Inter héldu Stjörnumenn haus og sóttu góðan sigur á Vodafone-völlinn. Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni á bragðið með mögnuðu marki þremur mínútum fyrir hálfleik. Arnar tók boltann á lofti með vinstri fæti fyrir utan vítateig og smellti honum í hornið framhjá varnarlausum Fjalari Þorgeirssyni í marki Vals. Hann kórónaði svo góðan leik sinn með því að leggja upp seinna mark Stjörnunnar fyrir Rolf Toft.Vond umferð fyrir ...... Keflavík Eftir þrjá sigra í fyrstu þremur deildarleikjunum hefur heldur betur fjarað undan Keflavík. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu 13 deildarleikjum sínum og er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti. Keflvíkingar spiluðu ágætlega gegn KR í bikarúrslitaleiknum, en þeir áttu litla möguleika gegn góðu FH-liði í gær. Kristján Guðmundsson þarf að berja í brestina í leik liðsins og lykilmenn á borð við Elías Má Ómarsson þurfa að fara spila eins og þeir gerðu framan af tímabili ef ekki á illa að fara.... Hafstein Briem Hafsteinn átti erfitt uppdráttar í stöðu hægri bakvarðar í leik Breiðabliks og Fram á Kópavogsvelli. Hann var auk þess í aðalhlutverki í einhverju ótrúlegasta leikriti fótboltasumarsins. Á 78. mínútu fengu Framarar dæmda aukaspyrnu, Hafsteinn pikkaði boltanum til baka á markvörðinn Denis Cardaklija og ætlaði honum að taka aukaspyrna. Sendingin var hins vegar laus og Árni Vilhjálmsson var fyrstur að átta sig, náði boltanum og skoraði framhjá Cardaklija. Ívar Orri Kristjánsson sá ekkert athugavert og dæmdi markið gilt.... Varnarlínu Þórs Varnarleikur Þórs hefur verið hreinasta hörmung í sumar og það sama var uppi á teningnum gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Leikmönnum virtist ofviða að dekka mótherja sem kristallaðist í öðru marki Fylkis þar sem Stefán Ragnar Guðlaugsson var aleinn og óáreittur inni á vítateignum eftir aukaspyrnu. Varnarmenn Þórs fengu ekki góðan vitnisburð hjá fréttaritara Vísis sem var á vellinum; Sveinn Elías Jónsson fékk 4 í einkunn, Orri Freyr Hjaltalín 3, Atli Jens Albertsson 2 og Ingi Freyr Hilmarsson 3.Leikmenn ÍBV höfðu ástæðu til að fagna á mánudaginn.Vísir/Andri MarinóTölfræðin:Arnar Már Björgvinsson hefur fimm sinnum komið Stjörnunni í 1-0 í Pepsi-deildinni í sumar.Fjalar Þorgeirsson hefur fengið á sig 15 mörk í síðustu 7 leikjum Vals í Pepsi-deildinni eða yfir tvö mörk að meðaltali í leik.Öll sex mörk Arnars Más Björgvinssonar í Pepsi-deildinni í sumar hafa verið fyrsta mark Stjörnuliðsins í leiknum.Valsmenn hafa tapað síðustu 207 mínútum sínum í Pepsi-deildinni með markatölunni 1-5.Víkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Víkinni í sumar en Víkingsliðið var búið að vinna alla fimm leiki sínum í Fossvoginum í deild (4) og bikar (1).Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur á Höfuðborgarsvæðinu í sumar eftir að hafa aðeins náð í 2 stig af 15 mögulegum í fyrstu fimm leikjum sínum í Reykjavík og nágrenni.Víkingar hafa ekki skorað mark á fyrstu 59 mínútunum í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni.Albert hefur skorað 35 mörk í 96 leikjum með Fylki í efstu deild en bara 13 mörk í 52 leikjum með öðrum félögum.Fylkir hefur verið yfir í hálfleik í þremur síðustu leikjum en var ekki yfir í hálfleik í 9 leikjum þar á undan.Þór er búið að lenda 0-1 undir í 13 af 16 leikjum sínum í sumar og aðeins náð í 2 stig af 48 mögulegum eftir að hafa fengið á sig fyrsta mark leiksins.Fylkir hefur spilað 6 heimaleiki í röð í Pepsi-deildinni og náð í 10 af 18 mögulegum í þeim (55 prósent).Denis Cardaklija hélt hreinu á fyrstu 257 mínútum sínum í Pepsi-deildinni en fékk síðan á sig þrjú mörk á sex mínútum.Gunnleifur Gunnleifsson hélt marki sínu hreinu í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar.Blikar hafa skorað fimm mörk á síðustu tólf mínútum í tveimur síðustu heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni.Stefán Ragnar Guðlaugsson skallar boltann framhjá Sandori Matus í marki Þórs.Vísir/PjeturSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum: „Hér beint fyrir bakvið mig er handboltaleikur í gangi og því heyri ég lítið hvað stuðningsmennirnir eru að syngja. Aðallega heyrist flaut og ískur í parketinu hér bakvið mig.“ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvellinum: „Ef þetta væri hnefaleikabardagi væri búið að flauta af. Við gætum séð stórar tölur hér í kvöld.“ Kristinn Páll Teitsson á Víkingsvellinum: „Óttar látinn finna fyrir því. Hann er með höfuðband eins og strumpahúfu eftir samstuðið við Halldór Smára og núna straujar Víðir hann án þess að Vilhjálmur dæmi aukaspyrnu.“FH hafði betur gegn Keflavík sem hefur dregist niður í fallbaráttuna.Vísir/Andri MarinóHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Árni Vilhjálmsson, Breiðablik - 8 Arnar Már Björgvinsson, Stjarnan - 8 Finnur Ólafsson, Fylkir - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylkir - 8 Ventseslav Ivanov, Víkingur - 3 Sigurbergur Elísson, Keflavík - 3 Frans Elvarsson, Keflavík - 3 Orri Freyr Hjaltalín, Þór - 3 Jóhann Helgi Hannesson, Þór - 3 Ármann Pétur Ævarsson, Þór - 3 Ingi Freyr Hilmarsson, Þór - 3 Atli Jens Albertsson, Þór - 2Umræðan #pepsi365Eru Þórsarnir ekki bara spara peninginn með því reka ekki Pál Gísla #minnkafallið #pepsi365— Óttar Guðlaugsson (@ottargudlaugs) August 20, 2014 Djöfull væri geðveikt ef það væri handbolta útgáfa af Pepsi mörkunum á veturnar. Hrikalega flottur þáttur! #pepsi365 #olísmörkin #alvöru— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) August 20, 2014 Ef Svartur á Leik verður endurgerð í Danmörku þá held ég að Henrik Bödker væri góður kandítat sem Tóti. #pepsi365— Flameboypro (@Flameboypro) August 20, 2014 Veit einhver af hverju FH spilar jarðarfararsálm fyrir leik og í hálfleik í Kaplakrika? Er ekki líklegt til að rífa upp stemningu. #pepsi365— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) August 20, 2014 "Of margir farþegar í liðinu í dag. Þetta er ekki strætó" #kingóliþórðar #pepsi365 #fotbolti #fotboltinet #víkíbv— Benjamín Þórðarson (@BenniThordar) August 18, 2014 Ian Jeffs er magnadur i svona stodu. Ekki fyrsta markid sem hann skorar svona. #Pepsi365— Hörður Magnússon (@HoddiMagnusson) August 18, 2014 Atvik 16. umferðar Mark 16. umferðar Leikmaður 16. umferðar Markasyrpa úr 16. umferð Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Sextándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir umferðina upp á léttum nótum. Barátta FH og Stjörnunnar á toppnum heldur áfram. Breiðablik, ÍBV og Fylkir unnu mikilvæga sigra. Þórsarar stefna hraðbyri niður í 1. deild og Keflvíkingar eru komnir í bullandi fallbaráttu.Valur - StjarnanVíkingur R. - ÍBVFylkir - ÞórBreiðablik - FramKR - FjölnirFH - KeflavíkRóbert Örn Óskarsson hélt markinu hreinu gegn Keflavík.Vísir/Andri MarinóGóð umferð fyrir ... ...Albert Brynjar Ingason Framherjinn hefur öðlast nýtt líf eftir vistaskiptin frá FH til Fylkis. Albert, sem skoraði ekki mark í fimm leikjum fyrir FH, hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Fylki og er, ótrúlegt en satt, markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Tvö þessara marka komu í 4-1 sigrinum á Þór á mánudaginn; fyrra markið skoraði Albert með skoti af stuttu færi á fjærstöng og hið síðara með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Gunnars Arnar Jónssonar..... BreiðablikFyrir leikinn gegn Fram á Kópavogsvelli hafði Breiðablik aðeins fengið þrjú stig í fjórum leikjum og staða liðsins í deildinni var heldur dökk. En Blikar spiluðu einn sinn besta leik í sumar gegn Fram, þótt mörkin hefðu látið bíða eftir sér. Kópavogsliðið sýndi hins vegar þolinmæði og eftir mark Árna Vilhjálmssonar á 78. mínútu fylgdu tvö í kjölfarið, frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og Elfari Árna Aðalsteinssyni. Blikar héldu einnig markinu hreinu í fyrsta skipti undir stjórn Guðmundar Benediktssonar.... Arnar Má Björgvinsson Þrátt fyrir mikið skrum og mikla athygli vegna leiksins gegn Inter héldu Stjörnumenn haus og sóttu góðan sigur á Vodafone-völlinn. Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni á bragðið með mögnuðu marki þremur mínútum fyrir hálfleik. Arnar tók boltann á lofti með vinstri fæti fyrir utan vítateig og smellti honum í hornið framhjá varnarlausum Fjalari Þorgeirssyni í marki Vals. Hann kórónaði svo góðan leik sinn með því að leggja upp seinna mark Stjörnunnar fyrir Rolf Toft.Vond umferð fyrir ...... Keflavík Eftir þrjá sigra í fyrstu þremur deildarleikjunum hefur heldur betur fjarað undan Keflavík. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu 13 deildarleikjum sínum og er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti. Keflvíkingar spiluðu ágætlega gegn KR í bikarúrslitaleiknum, en þeir áttu litla möguleika gegn góðu FH-liði í gær. Kristján Guðmundsson þarf að berja í brestina í leik liðsins og lykilmenn á borð við Elías Má Ómarsson þurfa að fara spila eins og þeir gerðu framan af tímabili ef ekki á illa að fara.... Hafstein Briem Hafsteinn átti erfitt uppdráttar í stöðu hægri bakvarðar í leik Breiðabliks og Fram á Kópavogsvelli. Hann var auk þess í aðalhlutverki í einhverju ótrúlegasta leikriti fótboltasumarsins. Á 78. mínútu fengu Framarar dæmda aukaspyrnu, Hafsteinn pikkaði boltanum til baka á markvörðinn Denis Cardaklija og ætlaði honum að taka aukaspyrna. Sendingin var hins vegar laus og Árni Vilhjálmsson var fyrstur að átta sig, náði boltanum og skoraði framhjá Cardaklija. Ívar Orri Kristjánsson sá ekkert athugavert og dæmdi markið gilt.... Varnarlínu Þórs Varnarleikur Þórs hefur verið hreinasta hörmung í sumar og það sama var uppi á teningnum gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Leikmönnum virtist ofviða að dekka mótherja sem kristallaðist í öðru marki Fylkis þar sem Stefán Ragnar Guðlaugsson var aleinn og óáreittur inni á vítateignum eftir aukaspyrnu. Varnarmenn Þórs fengu ekki góðan vitnisburð hjá fréttaritara Vísis sem var á vellinum; Sveinn Elías Jónsson fékk 4 í einkunn, Orri Freyr Hjaltalín 3, Atli Jens Albertsson 2 og Ingi Freyr Hilmarsson 3.Leikmenn ÍBV höfðu ástæðu til að fagna á mánudaginn.Vísir/Andri MarinóTölfræðin:Arnar Már Björgvinsson hefur fimm sinnum komið Stjörnunni í 1-0 í Pepsi-deildinni í sumar.Fjalar Þorgeirsson hefur fengið á sig 15 mörk í síðustu 7 leikjum Vals í Pepsi-deildinni eða yfir tvö mörk að meðaltali í leik.Öll sex mörk Arnars Más Björgvinssonar í Pepsi-deildinni í sumar hafa verið fyrsta mark Stjörnuliðsins í leiknum.Valsmenn hafa tapað síðustu 207 mínútum sínum í Pepsi-deildinni með markatölunni 1-5.Víkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Víkinni í sumar en Víkingsliðið var búið að vinna alla fimm leiki sínum í Fossvoginum í deild (4) og bikar (1).Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur á Höfuðborgarsvæðinu í sumar eftir að hafa aðeins náð í 2 stig af 15 mögulegum í fyrstu fimm leikjum sínum í Reykjavík og nágrenni.Víkingar hafa ekki skorað mark á fyrstu 59 mínútunum í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni.Albert hefur skorað 35 mörk í 96 leikjum með Fylki í efstu deild en bara 13 mörk í 52 leikjum með öðrum félögum.Fylkir hefur verið yfir í hálfleik í þremur síðustu leikjum en var ekki yfir í hálfleik í 9 leikjum þar á undan.Þór er búið að lenda 0-1 undir í 13 af 16 leikjum sínum í sumar og aðeins náð í 2 stig af 48 mögulegum eftir að hafa fengið á sig fyrsta mark leiksins.Fylkir hefur spilað 6 heimaleiki í röð í Pepsi-deildinni og náð í 10 af 18 mögulegum í þeim (55 prósent).Denis Cardaklija hélt hreinu á fyrstu 257 mínútum sínum í Pepsi-deildinni en fékk síðan á sig þrjú mörk á sex mínútum.Gunnleifur Gunnleifsson hélt marki sínu hreinu í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar.Blikar hafa skorað fimm mörk á síðustu tólf mínútum í tveimur síðustu heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni.Stefán Ragnar Guðlaugsson skallar boltann framhjá Sandori Matus í marki Þórs.Vísir/PjeturSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum: „Hér beint fyrir bakvið mig er handboltaleikur í gangi og því heyri ég lítið hvað stuðningsmennirnir eru að syngja. Aðallega heyrist flaut og ískur í parketinu hér bakvið mig.“ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvellinum: „Ef þetta væri hnefaleikabardagi væri búið að flauta af. Við gætum séð stórar tölur hér í kvöld.“ Kristinn Páll Teitsson á Víkingsvellinum: „Óttar látinn finna fyrir því. Hann er með höfuðband eins og strumpahúfu eftir samstuðið við Halldór Smára og núna straujar Víðir hann án þess að Vilhjálmur dæmi aukaspyrnu.“FH hafði betur gegn Keflavík sem hefur dregist niður í fallbaráttuna.Vísir/Andri MarinóHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Árni Vilhjálmsson, Breiðablik - 8 Arnar Már Björgvinsson, Stjarnan - 8 Finnur Ólafsson, Fylkir - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylkir - 8 Ventseslav Ivanov, Víkingur - 3 Sigurbergur Elísson, Keflavík - 3 Frans Elvarsson, Keflavík - 3 Orri Freyr Hjaltalín, Þór - 3 Jóhann Helgi Hannesson, Þór - 3 Ármann Pétur Ævarsson, Þór - 3 Ingi Freyr Hilmarsson, Þór - 3 Atli Jens Albertsson, Þór - 2Umræðan #pepsi365Eru Þórsarnir ekki bara spara peninginn með því reka ekki Pál Gísla #minnkafallið #pepsi365— Óttar Guðlaugsson (@ottargudlaugs) August 20, 2014 Djöfull væri geðveikt ef það væri handbolta útgáfa af Pepsi mörkunum á veturnar. Hrikalega flottur þáttur! #pepsi365 #olísmörkin #alvöru— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) August 20, 2014 Ef Svartur á Leik verður endurgerð í Danmörku þá held ég að Henrik Bödker væri góður kandítat sem Tóti. #pepsi365— Flameboypro (@Flameboypro) August 20, 2014 Veit einhver af hverju FH spilar jarðarfararsálm fyrir leik og í hálfleik í Kaplakrika? Er ekki líklegt til að rífa upp stemningu. #pepsi365— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) August 20, 2014 "Of margir farþegar í liðinu í dag. Þetta er ekki strætó" #kingóliþórðar #pepsi365 #fotbolti #fotboltinet #víkíbv— Benjamín Þórðarson (@BenniThordar) August 18, 2014 Ian Jeffs er magnadur i svona stodu. Ekki fyrsta markid sem hann skorar svona. #Pepsi365— Hörður Magnússon (@HoddiMagnusson) August 18, 2014 Atvik 16. umferðar Mark 16. umferðar Leikmaður 16. umferðar Markasyrpa úr 16. umferð
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira