Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Þór | Fall blasir við Þór Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 18. ágúst 2014 16:10 Jóhann Helgi Hannesson í háloftabaráttunni í Lautinni í kvöld. vísir/pjetur Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. Fylkir hóf leikinn af miklum krafti og lék sinn besta fótbolta í sumar. Liðið óð í færum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem liðið skoraði á fyrstu 23 mínútum leiksins. Gestirnir komu andlausir til leiks og virtust hreinlega vera búnir að kasta inn handklæðinu í fallbaráttunni. Frammistaða Þórs kristallaðist í því þegar miðvörðurinn Agnar Bragi Magnússon tók léttan Messi á miðju Þórs, klobbaði tvo og sólaði þann þriðja. Ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Sandor Matus í marki Þórs hefðu úrslitin verið ráðin þegar gestirnir vöknuðu til lífsins eftir um hálftíma leik. Þórsarar léku vel síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og minnkuðu muninn eftir frábæra skyndisókn. Leikur sem fram að því hafði verið algjör einstefna var því spennandi í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn en sá seinni var eitthvað allt annað. Bæði lið lögðu áherslu á að bæta varnarleikinn og voru þau mun þéttari í sínum varnaraðgerðum. Það hafði því fátt markvert gerst þegar Oddur Ingi Guðmundsson skoraði ótrúlegt mark nánast frá miðju. Þá vöknuðu heimamenn aftur og gerðu nokkuð auðveldlega út um leikinn. Fylkir lyfti sér upp í 18 stig með sigrinum en Þór situr eftir með 9 stig í lang neðsta sæti deildarinnar.Oddur Ingi fagnar marki sínu.vísir/pjeturAlbert: Oddur væri ekki á lífi hefði hann ekki skorað „Þetta var mjög mikilvægur sigur. Það verða ekki meiri sex stiga leikir en þetta í dag,“ sagði sigurreifur Albert Brynjar Ingason eftir leikinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með okkar leik fyrir utan smá kafla í fyrri hálfleik þar sem við héldum að þetta væri komið í 2-0. Við lærðum af síðasta leik þegar við komum inn í seinni hálfleik og gerðum það vel. „Þeir skora á hættulegum tíma, rétt fyrir hálfleik. Það var glampandi sól í Árbænum en þeir sáu hana ekki í seinni hálfleik,“ sagði Albert sem skoraði fyrsta og síðasta mark leiksins í kvöld. Það var samt þriðja markið sem gerði út um leikinn en það skoraði Oddur Ingi Guðmundsson nánast frá miðju eftir mislukkaða hreinsun Sandor Matus í markinu. „Oddur hefði ekki verið á lífi ef hann hefði ekki skorað. Ég var alveg einn þarna fyrir innan en þetta var mjög vel gert hjá honum. Hann er klókur leikmaður.“ Albert hefur farið mikinn síðan hann gekk til liðs við Fylki og skoraði fjögur mörk í síðustu þremur leikjum sem hefur skilað Fylki sjö stigum. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og síðan ég kom alveg yfir erum við komnir með sjö punkta og það er það sem gleður mig mest. „Það er ekkert komið ennþá en það eru margir ljósir punktar í okkar spili og ég er mjög ánægður með allt liðið.„Finnur (Ólafsson) var mjög góður, yfirvegaður. Það er frábært að fá hann. Það var langt síðan hann spilaði og var mjög góður í síðasta leik og ennþá betri í dag. Það er sterkur leikmaður að fá til baka. Svo fengum við líka Gunnar Örn (Jónsson) í dag. Hann var góður í dag og lagði upp seinna markið á mig. Mér fannst allt liðið standa sig vel í kvöld,“ sagði Albert.Páll Viðar Gíslason íbygginn á svip í Lautinni.vísir/pjeturPáll Viðar: Gerðum þeim ekki erfitt fyrir „Nei, mikið væri gott að geta einhvern tíman farið í viðtal eftir sigurleik. Mörkin í fyrri hálfleik voru í þeim dúr að við eigum skilið að vera á botninum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs sem virkaði vonlítill þrátt fyrir að vera ekki búinn að kasta inn handklæðinu. „Við fengum lífsmark og menn virtust taka við sér og náðu sem betur fer að laga stöðuna fyrir hálfleik. Það var smá von um að við gætum gert eitthvað í seinni hálfleik en svo sjáum við þessi mörk sem koma og gera út af við okkur. „Við reynum að klára þetta mót með höfuðið uppi og á meðan það er möguleiki samkvæmt tölfræðinni þá höldum við áfram en það verður niðurstaðan að það dugir ekki þá bítum við í það súra epli og reynum að rísa upp aftur. „Það gefur augað leið að þegar þú færð á þig svona mörk þá fer flest allt úrskeiðis. Það sem lagt er upp með fer út um gluggann eftir 20 mínútur. Þetta var hvorki betri eða verri frammistaða í mörgum þessum leikjum sem við höfum sótt í Reykjavík. Við höfum gert okkur þetta svo erfitt fyrir með því að þurfa að þrífa upp eftir okkur. Það er þannig að þeir sem eru neðstir í töflunni í dag eru á réttum stað miðað við frammistöðuna í leikjunum. „Það er oftast þannig að einstaklingsmistök skapa mörk. Ég tek ekkert af Fylkisliðinu sem spilaði fínan bolta en við gerðum þeim ekki erfitt fyrir að koma þessum mörkum inn. Það er okkar saga að fá á sig mark yfir markmanninn frá miðju. Týpískt. „Það er allt liðið og þjálfararnir sem bera ábyrgð á þessu. Ef ég reikna rétt er tölfræðilegur möguleiki ef við vinnum alla leiki sem eftir eru en þá þurfum við heldur betur að stíga upp á tærnar. Við töpuðum klárlega fyrir betra liði í kvöld. Ég hefði viljað að þeir hefðu þurft að hafa meira fyrir þessum mörkum,“ sagði Páll Viðar sem segir það ekki nýtt að það sé heitt undir honum. „Sætið er búið að vera heitt síðan ég fór í það held ég. Það er bara eðlilegt. Ég get alveg lofað því að ég gefst ekki upp. Ef ég fell með liðið ber ég ábyrgð á því og við reynum svo að rísa upp aftur Þórsararnir hvort sem ég verð þjálfari eða ekki. Þannig er staðan og við reynum að klára þetta mót með sæmd.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. Fylkir hóf leikinn af miklum krafti og lék sinn besta fótbolta í sumar. Liðið óð í færum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem liðið skoraði á fyrstu 23 mínútum leiksins. Gestirnir komu andlausir til leiks og virtust hreinlega vera búnir að kasta inn handklæðinu í fallbaráttunni. Frammistaða Þórs kristallaðist í því þegar miðvörðurinn Agnar Bragi Magnússon tók léttan Messi á miðju Þórs, klobbaði tvo og sólaði þann þriðja. Ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Sandor Matus í marki Þórs hefðu úrslitin verið ráðin þegar gestirnir vöknuðu til lífsins eftir um hálftíma leik. Þórsarar léku vel síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og minnkuðu muninn eftir frábæra skyndisókn. Leikur sem fram að því hafði verið algjör einstefna var því spennandi í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn en sá seinni var eitthvað allt annað. Bæði lið lögðu áherslu á að bæta varnarleikinn og voru þau mun þéttari í sínum varnaraðgerðum. Það hafði því fátt markvert gerst þegar Oddur Ingi Guðmundsson skoraði ótrúlegt mark nánast frá miðju. Þá vöknuðu heimamenn aftur og gerðu nokkuð auðveldlega út um leikinn. Fylkir lyfti sér upp í 18 stig með sigrinum en Þór situr eftir með 9 stig í lang neðsta sæti deildarinnar.Oddur Ingi fagnar marki sínu.vísir/pjeturAlbert: Oddur væri ekki á lífi hefði hann ekki skorað „Þetta var mjög mikilvægur sigur. Það verða ekki meiri sex stiga leikir en þetta í dag,“ sagði sigurreifur Albert Brynjar Ingason eftir leikinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með okkar leik fyrir utan smá kafla í fyrri hálfleik þar sem við héldum að þetta væri komið í 2-0. Við lærðum af síðasta leik þegar við komum inn í seinni hálfleik og gerðum það vel. „Þeir skora á hættulegum tíma, rétt fyrir hálfleik. Það var glampandi sól í Árbænum en þeir sáu hana ekki í seinni hálfleik,“ sagði Albert sem skoraði fyrsta og síðasta mark leiksins í kvöld. Það var samt þriðja markið sem gerði út um leikinn en það skoraði Oddur Ingi Guðmundsson nánast frá miðju eftir mislukkaða hreinsun Sandor Matus í markinu. „Oddur hefði ekki verið á lífi ef hann hefði ekki skorað. Ég var alveg einn þarna fyrir innan en þetta var mjög vel gert hjá honum. Hann er klókur leikmaður.“ Albert hefur farið mikinn síðan hann gekk til liðs við Fylki og skoraði fjögur mörk í síðustu þremur leikjum sem hefur skilað Fylki sjö stigum. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og síðan ég kom alveg yfir erum við komnir með sjö punkta og það er það sem gleður mig mest. „Það er ekkert komið ennþá en það eru margir ljósir punktar í okkar spili og ég er mjög ánægður með allt liðið.„Finnur (Ólafsson) var mjög góður, yfirvegaður. Það er frábært að fá hann. Það var langt síðan hann spilaði og var mjög góður í síðasta leik og ennþá betri í dag. Það er sterkur leikmaður að fá til baka. Svo fengum við líka Gunnar Örn (Jónsson) í dag. Hann var góður í dag og lagði upp seinna markið á mig. Mér fannst allt liðið standa sig vel í kvöld,“ sagði Albert.Páll Viðar Gíslason íbygginn á svip í Lautinni.vísir/pjeturPáll Viðar: Gerðum þeim ekki erfitt fyrir „Nei, mikið væri gott að geta einhvern tíman farið í viðtal eftir sigurleik. Mörkin í fyrri hálfleik voru í þeim dúr að við eigum skilið að vera á botninum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs sem virkaði vonlítill þrátt fyrir að vera ekki búinn að kasta inn handklæðinu. „Við fengum lífsmark og menn virtust taka við sér og náðu sem betur fer að laga stöðuna fyrir hálfleik. Það var smá von um að við gætum gert eitthvað í seinni hálfleik en svo sjáum við þessi mörk sem koma og gera út af við okkur. „Við reynum að klára þetta mót með höfuðið uppi og á meðan það er möguleiki samkvæmt tölfræðinni þá höldum við áfram en það verður niðurstaðan að það dugir ekki þá bítum við í það súra epli og reynum að rísa upp aftur. „Það gefur augað leið að þegar þú færð á þig svona mörk þá fer flest allt úrskeiðis. Það sem lagt er upp með fer út um gluggann eftir 20 mínútur. Þetta var hvorki betri eða verri frammistaða í mörgum þessum leikjum sem við höfum sótt í Reykjavík. Við höfum gert okkur þetta svo erfitt fyrir með því að þurfa að þrífa upp eftir okkur. Það er þannig að þeir sem eru neðstir í töflunni í dag eru á réttum stað miðað við frammistöðuna í leikjunum. „Það er oftast þannig að einstaklingsmistök skapa mörk. Ég tek ekkert af Fylkisliðinu sem spilaði fínan bolta en við gerðum þeim ekki erfitt fyrir að koma þessum mörkum inn. Það er okkar saga að fá á sig mark yfir markmanninn frá miðju. Týpískt. „Það er allt liðið og þjálfararnir sem bera ábyrgð á þessu. Ef ég reikna rétt er tölfræðilegur möguleiki ef við vinnum alla leiki sem eftir eru en þá þurfum við heldur betur að stíga upp á tærnar. Við töpuðum klárlega fyrir betra liði í kvöld. Ég hefði viljað að þeir hefðu þurft að hafa meira fyrir þessum mörkum,“ sagði Páll Viðar sem segir það ekki nýtt að það sé heitt undir honum. „Sætið er búið að vera heitt síðan ég fór í það held ég. Það er bara eðlilegt. Ég get alveg lofað því að ég gefst ekki upp. Ef ég fell með liðið ber ég ábyrgð á því og við reynum svo að rísa upp aftur Þórsararnir hvort sem ég verð þjálfari eða ekki. Þannig er staðan og við reynum að klára þetta mót með sæmd.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira