Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fjölnir | Bikarmeistararnir byrja á sigri Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2014 11:53 Leikmenn KR. Vísir/Getty KR-ingar unnu fínan sigur á Fjölnismönnum, 1-0, í Pepsi-deild karla. KR-ingar urði bikarmeistarar síðastliðin laugardag en liðið fór í gegnum þennan leik, fagmannlega og gerði það sem þurfti. Gary Martin gerði eina mark leiksins en Fjölnismenn halda áfram í botnbaráttunni eftir leikinn í kvöld. KR er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin voru engan veginn að finna taktinn í upphafi. Spilamennska KR-inga var skömminni skárri en samt sem áður ekki upp á marga fiska. Fjölnismenn voru bara ekki klárir frá upphafsflautinu. KR-ingar sýndu samt sem áður af hverju liðið er ríkjandi Íslandsmeistari en Gary Martin skoraði fínt mark nokkrum mínútum fyrir lok hálfleiksins. Gary fékk laglega stungusendingu frá Farid Zato inn fyrir vörn Fjölnismanna og setti boltann laglega framhjá Þórði Ingasyni. Staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Örlítið meira líf í leiknum í upphafi síðari hálfleiksins og heimamenn komu virkilega grimmir til leiks. KR-ingar sóttu töluvert fyrstu mínúturnar en síðan fór botninn töluvert úr leikspili heimamanna. Fjölnismenn fóru að sækja í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og unnu sig hægt og bítandi í takt við leikinn. KR-ingar aðeins með eins marks forystu og allt gat gerst. Heimamenn héldu út leikinn og unnu að lokum 1-0 sigur. Haukur Heiðar: Þetta eru sætustu sigrarnir„Þetta var bara mikill baráttuleikur og boltinn mikið í loftinu. Við vorum ekki góðir í dag og ég er mjög sáttur með stigin þrjú,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður KR, eftir leikinn í dag. „Við vorum hálfsofandi og ákveðin deyfð yfir okkar leik í kvöld. Við náðum ágætis spili inn á milli en í heildina var ekki nægilega mikil ákefð í okkar leik.“ Haukur segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki verið enn í leikmönnum KR. „Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ Ágúst: Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað öll stigin„Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ „Ég er mjög ósáttir, við komum hingað til að ná í stig eða fleiri og það gekk ekki,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist þá hefði ég í raun viljað öll stigin. Það var erfitt að vera 1-0 undir í hálfleik en við ætluðum að koma sterkir til baka út í þann síðari og jafna strax leikinn. Þetta gekk bara ekki upp fyrir okkur í kvöld.“ Ágúst segir það sérstaklega svekkjandi þegar liðið lítur vel út á vellinum en nær ekki í neitt stig. „Við þurfum að fara pota fleiri mörkum inn og fá þrjú stig, það er það sem við köllum eftir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
KR-ingar unnu fínan sigur á Fjölnismönnum, 1-0, í Pepsi-deild karla. KR-ingar urði bikarmeistarar síðastliðin laugardag en liðið fór í gegnum þennan leik, fagmannlega og gerði það sem þurfti. Gary Martin gerði eina mark leiksins en Fjölnismenn halda áfram í botnbaráttunni eftir leikinn í kvöld. KR er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin voru engan veginn að finna taktinn í upphafi. Spilamennska KR-inga var skömminni skárri en samt sem áður ekki upp á marga fiska. Fjölnismenn voru bara ekki klárir frá upphafsflautinu. KR-ingar sýndu samt sem áður af hverju liðið er ríkjandi Íslandsmeistari en Gary Martin skoraði fínt mark nokkrum mínútum fyrir lok hálfleiksins. Gary fékk laglega stungusendingu frá Farid Zato inn fyrir vörn Fjölnismanna og setti boltann laglega framhjá Þórði Ingasyni. Staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Örlítið meira líf í leiknum í upphafi síðari hálfleiksins og heimamenn komu virkilega grimmir til leiks. KR-ingar sóttu töluvert fyrstu mínúturnar en síðan fór botninn töluvert úr leikspili heimamanna. Fjölnismenn fóru að sækja í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og unnu sig hægt og bítandi í takt við leikinn. KR-ingar aðeins með eins marks forystu og allt gat gerst. Heimamenn héldu út leikinn og unnu að lokum 1-0 sigur. Haukur Heiðar: Þetta eru sætustu sigrarnir„Þetta var bara mikill baráttuleikur og boltinn mikið í loftinu. Við vorum ekki góðir í dag og ég er mjög sáttur með stigin þrjú,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður KR, eftir leikinn í dag. „Við vorum hálfsofandi og ákveðin deyfð yfir okkar leik í kvöld. Við náðum ágætis spili inn á milli en í heildina var ekki nægilega mikil ákefð í okkar leik.“ Haukur segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki verið enn í leikmönnum KR. „Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ Ágúst: Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað öll stigin„Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ „Ég er mjög ósáttir, við komum hingað til að ná í stig eða fleiri og það gekk ekki,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist þá hefði ég í raun viljað öll stigin. Það var erfitt að vera 1-0 undir í hálfleik en við ætluðum að koma sterkir til baka út í þann síðari og jafna strax leikinn. Þetta gekk bara ekki upp fyrir okkur í kvöld.“ Ágúst segir það sérstaklega svekkjandi þegar liðið lítur vel út á vellinum en nær ekki í neitt stig. „Við þurfum að fara pota fleiri mörkum inn og fá þrjú stig, það er það sem við köllum eftir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira