Sögulegar sættir: Flugdólgurinn fær að fljúga með Icelandair á ný Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2014 10:45 Ljóst er að sækist flugdólgurinn eftir því að fá að fljúga með Icelandair yrði það leyft. Hann yrði þó í fylgd með ábyrgðarmanni. Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44
Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37