Stjórnvöld skipuðu ráðgjafahóp með leynd Brjánn Jónasson skrifar 8. apríl 2014 16:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir sex manna ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna hafa verið skipaðan í lok nóvember í fyrra. Vísir/Daníel Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum sínum þar sem skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Ráðgjafarnir voru sex talsins, og voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Ekki var tilkynnt opinberlega um skipan þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu og fundarhöld. Engar fundargerðir voru ritaðar á fundum hópsins, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta um það sem fram fór til afnota fyrir ráðuneytið, segir í svarinu. Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám gjaldeyrishaftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna.Vísir/Daníel„Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfsmenn,“ segir í svari Sigmundar. Í ljósi þessa telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum hins opinbera ekki eiga við, en ráðgjafarnir eru allir karlmenn. Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup ráðgjafanna var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum sínum þar sem skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Ráðgjafarnir voru sex talsins, og voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Ekki var tilkynnt opinberlega um skipan þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu og fundarhöld. Engar fundargerðir voru ritaðar á fundum hópsins, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta um það sem fram fór til afnota fyrir ráðuneytið, segir í svarinu. Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám gjaldeyrishaftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna.Vísir/Daníel„Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfsmenn,“ segir í svari Sigmundar. Í ljósi þessa telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum hins opinbera ekki eiga við, en ráðgjafarnir eru allir karlmenn. Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup ráðgjafanna var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira