Innlent

Pétur Blöndal styður ekki frumvarpið

Bjarki Ármannsson skrifar
Pétur og Vilhjálmur sitja báðir í efnahags- og viðskiptanefnd.
Pétur og Vilhjálmur sitja báðir í efnahags- og viðskiptanefnd. Vísir/Teitur/GVA
Pétur H. Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þingi í gærkvöldi að hann styddi ekki skuldalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Þar með hafa tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd tilkynnt að þeir styðji ekki frumvarpið en Vilhjálmur Bjarnason mælti einnig gegn því í gær.

Í samtali við fréttastofu segir Vilhjálmur þessa afstöðu sína og Péturs ekki gera ríkisstjórninni erfitt fyrir að koma frumvarpinu í gegn.

„Þetta hefur engin dýpri áhrif, engin,“ segir Vilhjálmur. „Það er atkvæðagreiðsla á þinginu sem kemur frumvarpinu í gegn, ekki ályktun nefndarinnar.“

„Það er sérstakt, það verður bara að segjast eins og er, að af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í nefndinni eru tveir á móti frumvarpinu,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna og þriðji fulltrúi flokksins í nefndinni. „En það verður bara að koma í ljós hvernig við vinnum þetta saman í nefndinni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×