Drónarnir hefðu getað hjálpað til við leitina að Ástu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2014 14:16 Frá afhendingu drónanna í gær í húsnæði Dagrenningar á Hvolsvelli, fjölskylda Ástu, stjórn Ástustjóðsins og formenn sveitanna á Hellu og Hvolsvelli. Vísir/Magnús Hlynur Flugbjörgunarsveitin á Hellu og björgunarsveitin Dagrenning Hvolsvelli eru fyrstu björgunarsveitir landsins til að fá Dróna eða sjálfstýrt flygildi í sína þjónustu því sveitirnar fengu fjögur slíkt tæki gefins síðdegis í gær úr Ástusjóði, minningarsjóði Ástu Stefánsdóttur, sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljóthlíð í sumar. Fjölskylda Ástu,björgunarsveitarmenn og lögreglumenn voru viðstaddir þegar gjafaafhendingin fór fram. Drónarnir fjórir voru valdir í samstarfi við björgunarsveitirnar og eru tveir þeirra með hitamyndavél. Andvirði gjafarinnar er um tvær milljónir króna. „Þetta er verkefni sem við erum mjög spennt fyrir því við höldum að Drónarnir geti aðstoðað björgunarsveitirnar mjög mikið, sérstaklega við fyrstu leit þegar það koma útköll,“ segir Helga Hauksdóttir, formaður Ástusjóðsins.Björgunarveitarmennirnir fara nú í það að læra á Drónana og sjá hvernig þeir geta nýst í útkallsverkefnum.Vísir/Magnús HlynurBjörgunarsveitafólkið tók strax upp úr kössunum og skoðaði drónana spennt að fá að vita hvernig þeir munu virka. Leitin í sumar af Ástu var mjög erfið. „Já, hún var mjög erfið og tók langan tíma með björgunarsveitarmönnum af öllu landinu. Þetta tók á og svona myndavélar hefðu pottþétt getað hjálpað eitthvað í fyrstu viðbrögðum, ég efast ekki um það“, segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Björgunarsveitarmenn eru ánægðir með þann þakklætisvott, sem fjölskylda Ástu og Ástusjóðurinn sýnir þeim. „Já, það er gríðarlega mikilvægt, manni hlýnar verulega um hjartarætur þegar svona er tekið eftir okkar starfi og fólk sýnir í verki þann hug sem það ber til okkar eins og Íslendingar gera ávallt við björgunarsveitirnar sínar“, segir Jón Hermannsson, björgunarsveitarmaður í Dagrenningu á Hvolsvelli. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Flugbjörgunarsveitin á Hellu og björgunarsveitin Dagrenning Hvolsvelli eru fyrstu björgunarsveitir landsins til að fá Dróna eða sjálfstýrt flygildi í sína þjónustu því sveitirnar fengu fjögur slíkt tæki gefins síðdegis í gær úr Ástusjóði, minningarsjóði Ástu Stefánsdóttur, sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljóthlíð í sumar. Fjölskylda Ástu,björgunarsveitarmenn og lögreglumenn voru viðstaddir þegar gjafaafhendingin fór fram. Drónarnir fjórir voru valdir í samstarfi við björgunarsveitirnar og eru tveir þeirra með hitamyndavél. Andvirði gjafarinnar er um tvær milljónir króna. „Þetta er verkefni sem við erum mjög spennt fyrir því við höldum að Drónarnir geti aðstoðað björgunarsveitirnar mjög mikið, sérstaklega við fyrstu leit þegar það koma útköll,“ segir Helga Hauksdóttir, formaður Ástusjóðsins.Björgunarveitarmennirnir fara nú í það að læra á Drónana og sjá hvernig þeir geta nýst í útkallsverkefnum.Vísir/Magnús HlynurBjörgunarsveitafólkið tók strax upp úr kössunum og skoðaði drónana spennt að fá að vita hvernig þeir munu virka. Leitin í sumar af Ástu var mjög erfið. „Já, hún var mjög erfið og tók langan tíma með björgunarsveitarmönnum af öllu landinu. Þetta tók á og svona myndavélar hefðu pottþétt getað hjálpað eitthvað í fyrstu viðbrögðum, ég efast ekki um það“, segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Björgunarsveitarmenn eru ánægðir með þann þakklætisvott, sem fjölskylda Ástu og Ástusjóðurinn sýnir þeim. „Já, það er gríðarlega mikilvægt, manni hlýnar verulega um hjartarætur þegar svona er tekið eftir okkar starfi og fólk sýnir í verki þann hug sem það ber til okkar eins og Íslendingar gera ávallt við björgunarsveitirnar sínar“, segir Jón Hermannsson, björgunarsveitarmaður í Dagrenningu á Hvolsvelli.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira