Þung skref fyrir bótaþega að fara á fjárhagsaðstoð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 30. desember 2014 19:00 Elín Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir skrefin þung fyrir þann hóp sem fer af atvinnuleysisskrá á fjárhagsaðstoð. „Þetta eru þung skref að labba inn og sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélagi. Og mun veikari staða að vera notandi fjárhagsaðstoðar heldur en að vera atvinnulaus.“ Elín bendir á að fjárhagsaðstoð sé neyðaraðstoð sem sé hugsuð til skemmri tíma og greiðslur mun lægri.„Atvinnuleysisbætur eru áunnin réttindi sem að launafólk vinnur sér inn og er greitt samkvæmt því. Þannig eru þær talsvert hærri upphæð en fjárhagsaðstoðin sem er hugsuð sem neyðaraðstoð við fólk í skemmri tíma. Það er ekki gott að vera langtímanotandi að fjárhagsaðstoð.“ Elín segir sveitarfélögin algjörlega óundirbúin vegna styttingu bótatímans. kkert samráð hafi verið við velferðarráð. „Við í velferðarráði Reykjavíkurborgar könnumst ekki við það að það hafi verið haft samband við velferðarsvið vegna þessa. Við unnum svo sem okkar áætlanir út frá tölum sem að birtust í fjárlögum, þar fengum við fyrst fregnir af því að það stæði til að stytta þennan bótarétt úr þremur árum í tvö og hálft ár.“ Hún telur eðlilegt að ríkið efli samstarf við sveitarfélögin vegna þessa fjölda sem um er að ræða. „Við erum með vinnumarkaðsúrræði á okkur vegum. Bæði hjá atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar og svo í samstarfi við Vinnumálastofnun. Bæði Stíg og Atvinnutorg, maður hefði kannski talið eðlilegt að ríkið myndi efla samráð við okkur þegar um þennan fjölda sem kemur inn 1.janúar.“ Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra var spurð að því í kvöldfréttum Stöðvar 2í kvöld hvort hún hefði kynnt sér aðstæður þeirra sem eru að missa bótarétt sinn. „Við höfum farið yfir hver aðstaða fólks er. Vinnumálastofnun hefur verið að taka viðtöl við það fólk sem er að missa bótaréttinn og þeirra aðstæður og fara yfir það sem hægt er að gera til að hjálpa þeim,“sagði Eygló. Hún segir þvert á orð Elínar Sigurðardóttur að það hafi verið lögð sérstök áhersla á að vinna með sveitarfélögunum og nefnir átaksverkefnið Stíg. „Við höfum lagt áherslu á að vinna með sveitarfélögunum.Við höfum verið með sérstök verkefni í gangi. Núna viljum við fara frá því að vera með sérstök átaksverkefni og hafa þetta bara hluta af því samstarfi sem við viljum hafa við sveitarfélögin. Við erum núna með verkefni sem við köllum Stíg, sem er einmitt sérstaklega að sinna því fólki, ekki bara því fólki sem er núna að missa rétt til atvinnuleysisbóta, heldur því fólki sem fyrir er hjá sveitarfélögunum á fjárhagsaðstoð. Þetta verður hluti af því til framtíðar litið að hinu nýja kerfi. Að það verði náið samstarf með okkur og sveitarfélögunum um að hjálpa fólki að fá vinnu.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir skrefin þung fyrir þann hóp sem fer af atvinnuleysisskrá á fjárhagsaðstoð. „Þetta eru þung skref að labba inn og sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélagi. Og mun veikari staða að vera notandi fjárhagsaðstoðar heldur en að vera atvinnulaus.“ Elín bendir á að fjárhagsaðstoð sé neyðaraðstoð sem sé hugsuð til skemmri tíma og greiðslur mun lægri.„Atvinnuleysisbætur eru áunnin réttindi sem að launafólk vinnur sér inn og er greitt samkvæmt því. Þannig eru þær talsvert hærri upphæð en fjárhagsaðstoðin sem er hugsuð sem neyðaraðstoð við fólk í skemmri tíma. Það er ekki gott að vera langtímanotandi að fjárhagsaðstoð.“ Elín segir sveitarfélögin algjörlega óundirbúin vegna styttingu bótatímans. kkert samráð hafi verið við velferðarráð. „Við í velferðarráði Reykjavíkurborgar könnumst ekki við það að það hafi verið haft samband við velferðarsvið vegna þessa. Við unnum svo sem okkar áætlanir út frá tölum sem að birtust í fjárlögum, þar fengum við fyrst fregnir af því að það stæði til að stytta þennan bótarétt úr þremur árum í tvö og hálft ár.“ Hún telur eðlilegt að ríkið efli samstarf við sveitarfélögin vegna þessa fjölda sem um er að ræða. „Við erum með vinnumarkaðsúrræði á okkur vegum. Bæði hjá atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar og svo í samstarfi við Vinnumálastofnun. Bæði Stíg og Atvinnutorg, maður hefði kannski talið eðlilegt að ríkið myndi efla samráð við okkur þegar um þennan fjölda sem kemur inn 1.janúar.“ Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra var spurð að því í kvöldfréttum Stöðvar 2í kvöld hvort hún hefði kynnt sér aðstæður þeirra sem eru að missa bótarétt sinn. „Við höfum farið yfir hver aðstaða fólks er. Vinnumálastofnun hefur verið að taka viðtöl við það fólk sem er að missa bótaréttinn og þeirra aðstæður og fara yfir það sem hægt er að gera til að hjálpa þeim,“sagði Eygló. Hún segir þvert á orð Elínar Sigurðardóttur að það hafi verið lögð sérstök áhersla á að vinna með sveitarfélögunum og nefnir átaksverkefnið Stíg. „Við höfum lagt áherslu á að vinna með sveitarfélögunum.Við höfum verið með sérstök verkefni í gangi. Núna viljum við fara frá því að vera með sérstök átaksverkefni og hafa þetta bara hluta af því samstarfi sem við viljum hafa við sveitarfélögin. Við erum núna með verkefni sem við köllum Stíg, sem er einmitt sérstaklega að sinna því fólki, ekki bara því fólki sem er núna að missa rétt til atvinnuleysisbóta, heldur því fólki sem fyrir er hjá sveitarfélögunum á fjárhagsaðstoð. Þetta verður hluti af því til framtíðar litið að hinu nýja kerfi. Að það verði náið samstarf með okkur og sveitarfélögunum um að hjálpa fólki að fá vinnu.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira