Ísland gæti verið í vitorði um stríðsglæpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 19:58 Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira