Ósáttir við „grímulausan áróður gegn trúleysi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 11:08 Jóladagatalið sem Vantrúarmenn eru ósáttir við. Vantrú, sem hefur það að markmiði að veita mótvægi við boðun hindurvitna, gagnrýna harðlega jóladagatalið Jesús og Jósefína sem sýnt er á RÚV. Gagnrýnin kemur fram í pistli á vef Vantrúar. Jóladagatalið er annað tveggja sem RÚV er með til sýningar en auk þess er nýtt íslenskt jóladagatal, Jólasveinana, til sýninga. Þáttaröðin Jesús og Jósefína er dönsk að uppruna en sýnd með íslenskri talsetningu á RÚV. Hún var framleidd árið 2003 og fjallar um hina tólf ára Jósefínu sem ferðast í tímavél til Nasaret árið tólf. Þar hittir hún Jesús sem barn og kynnist kristinni trú. „Í gegnum tíðina hafa margir bent á að boðskapurinn í þáttunum sé töluvert vafasamur þegar kemur að trúleysi. Nú eru þessi þættir svo óbærilega leiðinlegir að fæstir foreldrar afbera að horfa á þetta með börnum sínum þannig að við höfum klippt til atriði úr einum þætti til að sýna hvernig fjallað er um hugmyndina um heim án guðstrúar,“ segir í pistlinum. Í myndbroti sem Vantrúarmenn hafa tekið saman sést Jósefína spyrja móður sína og kennara spurninga um hvernig heimurinn væri ef ekki væri fyrir kristni. „Maður gæti sagt að ef við værum heppin væru einhver önnur trúarbrögð sem hjálpuðu okkur að útskýra hvernig heimurinn virkar. Ef við værum óheppin værum við stödd í andlegu myrkri og tryðum ekki á neitt,“ segir móðirin við spurningu hennar. Kennari svarar spurningunni: „Ef kristnin væri ekki til þá er ég hrædd um að við værum týnd,“ segir kennarinn og bætir við: „Þá held ég að hið illa hefði náð yfirhöndinni. Jesús kristur er sannleikurinn. Það er aðeins í gegnum hann sem við finnum frelsi.“ Vantrúarmenn segjast vita að peningar séu af skornum skammti hjá RÚV og erfitt að framleiða og kaupa gæðaefni. „En það gengur ekki að "sjónvarp allra landsmanna" sýni barnaefni sem er grímulaus áróður gegn trúleysi.“Uppfært klukkan 12:25 Samkvæmt upplýsingum frá RÚV er jóladagatalið sýnt í fyrsta skipti þar á bæ en hafi áður verið til sýninga á Stöð 2 í lokaðri dagskrá. Í pistli Vantrúar kemur fram að dagatalið sé til sýninga í þrjú þúsundasta skiptið hjá RÚV en það hefur verið leiðrétt. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Vantrú, sem hefur það að markmiði að veita mótvægi við boðun hindurvitna, gagnrýna harðlega jóladagatalið Jesús og Jósefína sem sýnt er á RÚV. Gagnrýnin kemur fram í pistli á vef Vantrúar. Jóladagatalið er annað tveggja sem RÚV er með til sýningar en auk þess er nýtt íslenskt jóladagatal, Jólasveinana, til sýninga. Þáttaröðin Jesús og Jósefína er dönsk að uppruna en sýnd með íslenskri talsetningu á RÚV. Hún var framleidd árið 2003 og fjallar um hina tólf ára Jósefínu sem ferðast í tímavél til Nasaret árið tólf. Þar hittir hún Jesús sem barn og kynnist kristinni trú. „Í gegnum tíðina hafa margir bent á að boðskapurinn í þáttunum sé töluvert vafasamur þegar kemur að trúleysi. Nú eru þessi þættir svo óbærilega leiðinlegir að fæstir foreldrar afbera að horfa á þetta með börnum sínum þannig að við höfum klippt til atriði úr einum þætti til að sýna hvernig fjallað er um hugmyndina um heim án guðstrúar,“ segir í pistlinum. Í myndbroti sem Vantrúarmenn hafa tekið saman sést Jósefína spyrja móður sína og kennara spurninga um hvernig heimurinn væri ef ekki væri fyrir kristni. „Maður gæti sagt að ef við værum heppin væru einhver önnur trúarbrögð sem hjálpuðu okkur að útskýra hvernig heimurinn virkar. Ef við værum óheppin værum við stödd í andlegu myrkri og tryðum ekki á neitt,“ segir móðirin við spurningu hennar. Kennari svarar spurningunni: „Ef kristnin væri ekki til þá er ég hrædd um að við værum týnd,“ segir kennarinn og bætir við: „Þá held ég að hið illa hefði náð yfirhöndinni. Jesús kristur er sannleikurinn. Það er aðeins í gegnum hann sem við finnum frelsi.“ Vantrúarmenn segjast vita að peningar séu af skornum skammti hjá RÚV og erfitt að framleiða og kaupa gæðaefni. „En það gengur ekki að "sjónvarp allra landsmanna" sýni barnaefni sem er grímulaus áróður gegn trúleysi.“Uppfært klukkan 12:25 Samkvæmt upplýsingum frá RÚV er jóladagatalið sýnt í fyrsta skipti þar á bæ en hafi áður verið til sýninga á Stöð 2 í lokaðri dagskrá. Í pistli Vantrúar kemur fram að dagatalið sé til sýninga í þrjú þúsundasta skiptið hjá RÚV en það hefur verið leiðrétt.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira