Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2014 11:14 Hraunið þenur sig aðallega út til norðurs þessa dagana. Mynd/JÍ/GroPedersen Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var. Bárðarbunga Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var.
Bárðarbunga Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira