750 nýjar stúdentaíbúðir á næstu 5 árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2014 14:13 Frá undirrituninni í dag. mynd/reykjavíkurborg Sex hundruð og fimmtíu nýjar stúdentaíbúðir munu rísa á háskólasvæðinu og í nágrenni við Háskóla Íslands á næstu fimm árum, auk þeirra hundrað sem eru að fara í uppbyggingu við Ásholt/Brautarholt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg muni vinna að því að skipuleggja háskólasvæðið með það að markmiði að koma þar fyrir allt að 400 stúdentaíbúðum til viðbótar við þær sem þegar eru á svæðinu. Þá lýsir Reykjavíkurborg yfir vilja sínum til að úthluta lóðum og byggingarrétti fyrir 250 stúdentaíbúðir á vegum Félagsstofnunar stúdenta á öðrum þéttingarreitum nálægt miðborginni og Háskóla Íslands. Er þar m.a. tiltekið að Félagsstofnun stúdenta muni taka þátt í samstarfi um byggingu nýrra Reykjavíkurhúsa í Vesturbugt og á öðrum reitum samkvæmt nánara samkomulagi, hvort heldur sem er við Reykjavíkurborg eða í gegnum opinbera einkaframkvæmd. Við Ásholt/Brautarholt hefur þegar verið úthlutað lóð fyrir um 100 nýjar stúdentaíbúðir en framkvæmdir munu hefjast á nýju ári. Alls verða því 750 nýjar stúdentaíbúðir byggðar í Reykjavík á næstu fimm árum á vegum Félagsstofnunar stúdenta en aðrir aðilar, eins og Háskólinn í Reykjavík og Byggingafélag námsmanna, hafa einnig áform um byggingu stúdentaíbúða. Félagsbústaðir hf. munu samkvæmt viljayfirlýsingunni hafa kauprétt á allt að 5% íbúða sem byggðar verða enda sé um að ræða íbúðir fyrir námsmenn sem stunda nám við Háskóla Íslands. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Guðrún Björnsdóttir fyrir hönd Félagsstofnunar stúdenta og Kristín Ingólfsdóttir rektor fyrir hönd Háskóla Íslands. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Sex hundruð og fimmtíu nýjar stúdentaíbúðir munu rísa á háskólasvæðinu og í nágrenni við Háskóla Íslands á næstu fimm árum, auk þeirra hundrað sem eru að fara í uppbyggingu við Ásholt/Brautarholt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg muni vinna að því að skipuleggja háskólasvæðið með það að markmiði að koma þar fyrir allt að 400 stúdentaíbúðum til viðbótar við þær sem þegar eru á svæðinu. Þá lýsir Reykjavíkurborg yfir vilja sínum til að úthluta lóðum og byggingarrétti fyrir 250 stúdentaíbúðir á vegum Félagsstofnunar stúdenta á öðrum þéttingarreitum nálægt miðborginni og Háskóla Íslands. Er þar m.a. tiltekið að Félagsstofnun stúdenta muni taka þátt í samstarfi um byggingu nýrra Reykjavíkurhúsa í Vesturbugt og á öðrum reitum samkvæmt nánara samkomulagi, hvort heldur sem er við Reykjavíkurborg eða í gegnum opinbera einkaframkvæmd. Við Ásholt/Brautarholt hefur þegar verið úthlutað lóð fyrir um 100 nýjar stúdentaíbúðir en framkvæmdir munu hefjast á nýju ári. Alls verða því 750 nýjar stúdentaíbúðir byggðar í Reykjavík á næstu fimm árum á vegum Félagsstofnunar stúdenta en aðrir aðilar, eins og Háskólinn í Reykjavík og Byggingafélag námsmanna, hafa einnig áform um byggingu stúdentaíbúða. Félagsbústaðir hf. munu samkvæmt viljayfirlýsingunni hafa kauprétt á allt að 5% íbúða sem byggðar verða enda sé um að ræða íbúðir fyrir námsmenn sem stunda nám við Háskóla Íslands. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Guðrún Björnsdóttir fyrir hönd Félagsstofnunar stúdenta og Kristín Ingólfsdóttir rektor fyrir hönd Háskóla Íslands.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira