Með hjarta úr gulli:15 ára stelpa á Selfossi gaf 100 jólagjafir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. desember 2014 18:29 Rósa Signý Ólafsdóttir, fimmtán ára grunnskólanemandi á Selfossi, kom hundrað eldri borgurum heldur betur á óvart þegar hún færði þeim öllum jólagjöf eða jólapoka, sem innihéldu meðal annars kerti og spil. Rósa Signý naut aðstoðar fjölskyldu sinnar þegar jólapokarnir voru bornir inn á sjúkrahúsið á Selfossi en allir heimilismenn á öldrunardeildunum Ljósheimum og Fossheimum fengu jólagjöf, auk eldri borgara í heimaþjónustu. Sverrir Stormsker, sem er fjölskylduvinur á heimili Rósu, byrjaði á því að spila á píanóið og svo ávarpaði Rósa viðstadda. „Ég ætla bara að segja við ykkur, gleðileg jól, ég vona að þið hafið það sem best um jólin og verðið í rosalega góðu jólaskapi. Ég ætla að gefa ykkur smá þakklætisvott fyrir það sem þið hafið gert og gefa ykkur jólagjafir“, sagði Rósa Signý. Því næst gekk hún, sem var með þrjá litla aðstoðarmenn með sér á milli fólksins og afhendi gjafirnar. Í hverju poka var kerti og spil, malt og appelsín, mandarína og sælgæti. Heimilisfólkið átti ekki til orð yfir þessari ungu stelpu, sem virðist vera með hjarta úr gulli eins og fólkið sagði sjálft. En hvernig datt Rósu í hug að gefa allar þessar jólagjafir ? „Þetta var sameiginleg hugmynd hjá mér og mömmu minni, hún sagði þetta mjög góða hugmynd og við ákváðum að láta hana verða að veruleika“, segir Rósa Signý. En er hún svona hjartahlý ? „Já, ég myndi segja það“. Jólafréttir Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Rósa Signý Ólafsdóttir, fimmtán ára grunnskólanemandi á Selfossi, kom hundrað eldri borgurum heldur betur á óvart þegar hún færði þeim öllum jólagjöf eða jólapoka, sem innihéldu meðal annars kerti og spil. Rósa Signý naut aðstoðar fjölskyldu sinnar þegar jólapokarnir voru bornir inn á sjúkrahúsið á Selfossi en allir heimilismenn á öldrunardeildunum Ljósheimum og Fossheimum fengu jólagjöf, auk eldri borgara í heimaþjónustu. Sverrir Stormsker, sem er fjölskylduvinur á heimili Rósu, byrjaði á því að spila á píanóið og svo ávarpaði Rósa viðstadda. „Ég ætla bara að segja við ykkur, gleðileg jól, ég vona að þið hafið það sem best um jólin og verðið í rosalega góðu jólaskapi. Ég ætla að gefa ykkur smá þakklætisvott fyrir það sem þið hafið gert og gefa ykkur jólagjafir“, sagði Rósa Signý. Því næst gekk hún, sem var með þrjá litla aðstoðarmenn með sér á milli fólksins og afhendi gjafirnar. Í hverju poka var kerti og spil, malt og appelsín, mandarína og sælgæti. Heimilisfólkið átti ekki til orð yfir þessari ungu stelpu, sem virðist vera með hjarta úr gulli eins og fólkið sagði sjálft. En hvernig datt Rósu í hug að gefa allar þessar jólagjafir ? „Þetta var sameiginleg hugmynd hjá mér og mömmu minni, hún sagði þetta mjög góða hugmynd og við ákváðum að láta hana verða að veruleika“, segir Rósa Signý. En er hún svona hjartahlý ? „Já, ég myndi segja það“.
Jólafréttir Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira