Sport

Fyrsti dómarinn kemur út úr skápnum

Scott í vinnunni.
Scott í vinnunni. vísir/getty
Skáparnir í bandarísku íþróttalífi halda áfram að opnast hver af öðrum.

Dale Scott hefur verið dómari í bandarísku hafnaboltadeildinni, MLB, í 29 ár og er loksins kominn opinberlega út úr skápnum. Hann er fyrsti dómarinn í stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sem kemur út úr skápnum.

Hann gerði það í blaðaviðtali á dögunum þar sem hann kaus að nota mynd af sér og eiginmanni sínum með viðtalinu.

Þeir hafa verið saman síðan árið 1986 og giftu sig í fyrra. Það hefur verið á vitorði margra í hreyfingunni í nokkur ár að Scott væri samkynhneigður en flestum þótti það eðlilegt.

Scott hefur dæmt þrisvar í úrslitum deildarinnar, World Series, og einnig dæmt í þrem Stjörnuleikjum.

Bæði leikmenn í NBA og NFL-deildinni hafa komið út úr skápnum síðasta árið og nú er beðið eftir fyrsta hokkíleikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×