Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Linda Blöndal skrifar 7. desember 2014 18:30 Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira