Þóttist vera eigandi að glötuðu veski á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2014 13:08 Lögreglan telur sig vita hver svikarinn er. Vísir/Getty Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira