Þóttist vera eigandi að glötuðu veski á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2014 13:08 Lögreglan telur sig vita hver svikarinn er. Vísir/Getty Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira